Lífið

Skemmtilegir fastakúnnar á Vínbarnum

Eigendur Vínbarsins, hjónin Gunnar og Erla, eru alsæl með tíu ára afmæli staðarins.
Eigendur Vínbarsins, hjónin Gunnar og Erla, eru alsæl með tíu ára afmæli staðarins.
Vínbarinn opnaði í júlí árið 2000. Eigendur staðarins, hjónin Gunnar Páll Rúnarsson og Erla Brynjarsdóttir, fengu hugmyndina að eftirmiðdagsvínbar í Reykjavík eftir fjögurra ára dvöl í Seattle í Bandaríkjunum. Þau kynntu sér málið og komust að því að ekki var slíkur staður fyrir hendi og opnuðu Vínbarinn, sem upphaflega var rekinn af tíu eigendum en nú er Gunnar Páll einn eftir af upphafsmönnunum og rekur barinn.

„Þetta hefur gengið vonum framar. Maður var auðvitað svolítið smeykur fyrst, en það kom fljótt í ljós að það er gífurlegur áhugi hér á landi fyrir góðum vínum." segir hann.

Gunnar Páll er kokkur að mennt og hefur alltaf haft mikinn áhuga á víni og matarmenningu. Barinn býður upp á að jafnaði fimmtán tegundir af rauðvíni og tíu tegundir af hvítvíni og einnig fjöldann allan af bjórtegundum. Sérstaða Vínbarsins felst meðal annars í Vínotec-vélinni sem geymir sérvalin vín sem hægt er að fá að smakka á hóflegu verði.

„Fastakúnnahópurinn er svo fínn og skemmtilegur," segir Gunnar. „Maður hefur ræktað hann upp og þá þarf maður engar áhyggjur að hafa af framtíðinni."

Vínbarinn heldur upp á tíu ára afmæli sitt um helgina og stendur hátíðin til sunnudagsins 25. júlí, þar sem boðið verður upp á veigar á gamla verðinu. - sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.