Nú þarf að stöðva hrunið Jón Þórisson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Það er mikið í húfi núna, salan á HS Orku til Magma Energy Sweden AB er um það bil að verða að raunveruleika. Ef ekkert verður að gert þýðir að við afsölum okkur nýtingu mikilvægra auðlinda til næstu 65 ára og jafnvel 130 ára Helstu rök þeirra sem hlynntir eru málinu eru þau að við höfum sjálf ekki efni á því að eiga nýtingarréttinn, að nauðsynlegt sé að fá erlenda fjárfestingu inn í landið til þess að stuðla að atvinnuuppbyggingu og að þetta ferli allt sé í samræmi við lög og reglur. En er það svo? Björk Guðmundsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og ég höfum með ábendingu til umboðsmanns Alþingis vakið athygli á að við teljum ástæðu til þess að skoða stjórnsýsluákvarðanir í aðdraganda sölunnar og síðan sjálfan samninginn við Magma Energy Sweden AB. Það er ljóst að söluferlið hefur verið mjög ógagnsætt og umdeilt. Rökstuddur grunur er um að hagsmuna almennings hafi ekki verið gætt á fullnægjandi hátt og að málsmeðferð stjórnvalda samræmist ekki lögum og vönduðum stjórnsýsluháttum. Við bendum umboðsmanni Alþingis á að ákvarðanir sem teknar hafa verið í aðdraganda þessa máls eru teknar af stjórnvaldi og stjórnmálamönum sem fá þungan áfellisdóm í rannsóknarskýrslu Alþingis. Er það eitt ekki næg ástæða til þess að taka til endurskoðunar ferlið allt? Og þar með talið ákvarðanir Framkvæmdanefndar um einkavæðingu frá 2007 og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem úrskurðaði árið 2008 að OR mætti ekki eiga meirihluta í HS Orku? Í þeim úrskurði er meðal annars vísað til bandarískra laga og reglugerða en hvergi vikið að ýmsum undanþáguákvæðum sem hægt væri að beita samkvæmt EES samningnum! Við teljum ýmislegt athugavert við málsmeðferð og rökstuðning meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu og beinum því til umboðsmanns að taka þessar álitsgerðir meirihluta nefndarinnar til skoðunar. Nefndin byggir niðurstöðu sína m.a á lögfræðiáliti Lagstofnunar Háskóla Íslands sem styrkt er af Samorku – er álit þessarar stofnunar óháð? Nefndin skautar í áliti sínu framjá greinargerð helsta sérfræðings landsins í Evrópurétti, Elviru Mendez Pinedo, og reifar hvergi rök gegn samþykkt málsins. Samningurinn við MagmaVið höfum haft samband við nokkar sérfræðinga úr viðskiptalífinu og fengið ábendingar um ýmis atriði í kaupsamninginum sem vert er að staldra við: Magma keypti nýverið 30 ára nýtingarrétt á jarðavarmaorku í Nevada í Bandaríkjunum. Svo virðist sem Magma borgi þar helmingi hærra verð pr. megawatt en hér. Nýtingarsamingurinn í Nevada er til 30 ára en hér fær Magma samning til 65 ára með mögulegri framlengingu í önnur 65 ára. Það eru 130 ár!! Með kaupunum á HS Orku færi Magma í hendurnar fyrirtæki sem rekið er með hagnaði og á 20 milljónir dollara í varasjóði. Nevada er fyrirtæki sem byggja þurfti frá grunni og hafði engan hagnað eða varasjóð. Fjármögnun Magma er með þeim hætti að uþb 70% kaupverðsins er fjármagnaður með innlendu kúluláni, hluti kaupverðsins er greiddur með bréfum í fyrirtækinu sjálfu og hluti er greiddur með aflandskrónum. Lánið til Magma er á 1,5% vöxtum. Sjálfur veitir Ross Beaty lán til Magma á 8% vöxtum. Í Icesave samningunum var okkur sagt að útilokað væri að fá lán á lægri vöxtum en 5,5% – á lánum sem þó voru með ríkisábyrgð. Er þetta ekki of gott til að vera satt? Fyrir Magma, ekki fyrir Ísland? Lánið til Magma er með veði í bréfunum sjálfum. Upplýsa þarf hvaða skuldbindingar HS Orka mun taka yfir samkvæmt kaupsamningi og hvort ábyrgðum sem nú hvíla á OR eða öðrum opinberum aðilum verður aflétt ef af kaupunum verður. Hversu miklar eru þessar ábyrgðir og hvernig verður þeim aflétt? Ef Magma verður gjaldþrota þurfum við, að því er virðist, að sækja rétt okkar, ekki til Magma í Kanada, heldur dótturfyrirtækisins í Svíþjóð sem á engar aðrar eignir. Hrunbragur á sölunniHöfum við ekki séð þetta allt áður? Í boði sama fólksins og lagði á borð fyrir bankaveisluna? Það er hrunbragur á sölunni á HS Orku. Það er veislugleði í loftinu. Nú skal grætt. Nú skal grætt á Íslandi. Maður þekkir ljónið á hramminum. Hin tæra snilld birtist ávallt með sama hætti þegar selja skal lykileignir þjóðarinnar: 1. Kaupverðið lánað innanlands 2. Með veði í bréfunum sjálfum 3. Með engum eða óverulegum vöxtum 4. Öðrum kaupendum hafnað án viðræðna 5. Kaupandinn hefur enga þekkingu á rekstrinum sem hann er að kaupa 6. Kaupandinn getur ekki fengið lán í banka og þess vegna verður seljandinn að lána honum Við höfum bent á að OECD hefur gefið út skýrslu um hvernig best sé staðið að einkavæðingu – þar sem meðal annars er lögð höfuðáhersla á að sala ríkiseigna skili beinhörðum peningum strax. Fjölmörg önnur atriði er bent á sem „best practice“ – hvers vegna er ekki einu sinni ráðum OECD fylgt? Í þessu sambandi má benda á að birtir hafa verið útreikningar sem sýna tap Orkuveitu Reykjavíkur vegna sölu HS Orku til Magma Energy. Um er að ræða útreikninga Birgis Gíslasonar sem birtir voru m.a. á bloggi Láru Hönnu og víðar, Þar kemur fram að heildartap OR vegna sölunnar sé rúmir 9 milljarðar. Þessir útreikningar hafa ekki verið hraktir. Fyrirfram ákveðinn kaupandiSamkvæmt fréttum í fjölmiðlum bauð a.m.k eitt annað fyrirtæki í hlutina í HS Orku en ekki hefur verið upplýst hvaða fyrirtæki um var að ræða. Þá bendum við umboðsmanni á að haft er eftir sendiherra Bretlands á Íslandi að hann hafi komið upplýsingum um áhugasama breska kaupendur á framfæri við íslensk stjórnvöld, en þessir aðilar hafi aldrei fengið nein viðbrögð. Og hvað með undirbúning stjórnvalda? Langtíma sýn og langtíma áætlun. Er hún einhver? Er búið að setja ákvæði um auðlindagjald í samningana? Nei. Er búið að setja ákvæði sem takmarka verðhækkanir Magma á orku til neytenda? Nei. Er búið að setja ákvæði í samningana sem takamarka tímalengd samningsins? Nei. Ábyrgð ráðherra og stjórnmálamannaSvo virðist sem stjórnmálamenn vilji enga ábyrgð bera í þessu mál en vísa í lög og reglugerðir og verja sniðgögnu þeirra – á sama tíma og – sumir þeirra alla vega – harma þetta mál og lofa öllu fögru um að frekari einkavæðing standi ekki til. En í fréttum í þessir viku kom fram að um áramótin verður Orkuveitu Reykjavíkur skipt upp – en slík uppskipting var fyrsta skrefið í einkavæðingu HS Orku. Er einkavæðing OR næst á dagskrá eða verður Landsvikjun seld fyrst? Er ekki nóg komið? Er aldrei nóg komið? Þetta er vondur díll, samningurinn er of langur, hann skilar sáralitlum peningum inn í landið. Hann byggir á loforðum Ross Beaty, svona einsog þegar Samherji keypti Gugguna á Ísafirði og lofaði að hún færi aldrei. Það leið ekki nema ár. Og þá var hún farin. Orkufyrirtækin hafa verið byggð upp af almannafé og skilað góðum hagnaði fram á síðustu ár – við þurfum að halda þessum auðlindum í opinberri eigu og hirða hagnaðinn sjálf. Við teljum þetta mál varða hagsmuni þjóðarinnar allrar og við viljum hvetja alla til þess að skrifa undir áskorun okkar til stjórnvalda um að stöðva söluna til Magma og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðar stefnu okkar í orkumálum. Nú þarf að stöðva hrunið. Og það gerir enginn nema þjóðin taki málin í sínar eigin hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið í húfi núna, salan á HS Orku til Magma Energy Sweden AB er um það bil að verða að raunveruleika. Ef ekkert verður að gert þýðir að við afsölum okkur nýtingu mikilvægra auðlinda til næstu 65 ára og jafnvel 130 ára Helstu rök þeirra sem hlynntir eru málinu eru þau að við höfum sjálf ekki efni á því að eiga nýtingarréttinn, að nauðsynlegt sé að fá erlenda fjárfestingu inn í landið til þess að stuðla að atvinnuuppbyggingu og að þetta ferli allt sé í samræmi við lög og reglur. En er það svo? Björk Guðmundsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og ég höfum með ábendingu til umboðsmanns Alþingis vakið athygli á að við teljum ástæðu til þess að skoða stjórnsýsluákvarðanir í aðdraganda sölunnar og síðan sjálfan samninginn við Magma Energy Sweden AB. Það er ljóst að söluferlið hefur verið mjög ógagnsætt og umdeilt. Rökstuddur grunur er um að hagsmuna almennings hafi ekki verið gætt á fullnægjandi hátt og að málsmeðferð stjórnvalda samræmist ekki lögum og vönduðum stjórnsýsluháttum. Við bendum umboðsmanni Alþingis á að ákvarðanir sem teknar hafa verið í aðdraganda þessa máls eru teknar af stjórnvaldi og stjórnmálamönum sem fá þungan áfellisdóm í rannsóknarskýrslu Alþingis. Er það eitt ekki næg ástæða til þess að taka til endurskoðunar ferlið allt? Og þar með talið ákvarðanir Framkvæmdanefndar um einkavæðingu frá 2007 og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem úrskurðaði árið 2008 að OR mætti ekki eiga meirihluta í HS Orku? Í þeim úrskurði er meðal annars vísað til bandarískra laga og reglugerða en hvergi vikið að ýmsum undanþáguákvæðum sem hægt væri að beita samkvæmt EES samningnum! Við teljum ýmislegt athugavert við málsmeðferð og rökstuðning meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu og beinum því til umboðsmanns að taka þessar álitsgerðir meirihluta nefndarinnar til skoðunar. Nefndin byggir niðurstöðu sína m.a á lögfræðiáliti Lagstofnunar Háskóla Íslands sem styrkt er af Samorku – er álit þessarar stofnunar óháð? Nefndin skautar í áliti sínu framjá greinargerð helsta sérfræðings landsins í Evrópurétti, Elviru Mendez Pinedo, og reifar hvergi rök gegn samþykkt málsins. Samningurinn við MagmaVið höfum haft samband við nokkar sérfræðinga úr viðskiptalífinu og fengið ábendingar um ýmis atriði í kaupsamninginum sem vert er að staldra við: Magma keypti nýverið 30 ára nýtingarrétt á jarðavarmaorku í Nevada í Bandaríkjunum. Svo virðist sem Magma borgi þar helmingi hærra verð pr. megawatt en hér. Nýtingarsamingurinn í Nevada er til 30 ára en hér fær Magma samning til 65 ára með mögulegri framlengingu í önnur 65 ára. Það eru 130 ár!! Með kaupunum á HS Orku færi Magma í hendurnar fyrirtæki sem rekið er með hagnaði og á 20 milljónir dollara í varasjóði. Nevada er fyrirtæki sem byggja þurfti frá grunni og hafði engan hagnað eða varasjóð. Fjármögnun Magma er með þeim hætti að uþb 70% kaupverðsins er fjármagnaður með innlendu kúluláni, hluti kaupverðsins er greiddur með bréfum í fyrirtækinu sjálfu og hluti er greiddur með aflandskrónum. Lánið til Magma er á 1,5% vöxtum. Sjálfur veitir Ross Beaty lán til Magma á 8% vöxtum. Í Icesave samningunum var okkur sagt að útilokað væri að fá lán á lægri vöxtum en 5,5% – á lánum sem þó voru með ríkisábyrgð. Er þetta ekki of gott til að vera satt? Fyrir Magma, ekki fyrir Ísland? Lánið til Magma er með veði í bréfunum sjálfum. Upplýsa þarf hvaða skuldbindingar HS Orka mun taka yfir samkvæmt kaupsamningi og hvort ábyrgðum sem nú hvíla á OR eða öðrum opinberum aðilum verður aflétt ef af kaupunum verður. Hversu miklar eru þessar ábyrgðir og hvernig verður þeim aflétt? Ef Magma verður gjaldþrota þurfum við, að því er virðist, að sækja rétt okkar, ekki til Magma í Kanada, heldur dótturfyrirtækisins í Svíþjóð sem á engar aðrar eignir. Hrunbragur á sölunniHöfum við ekki séð þetta allt áður? Í boði sama fólksins og lagði á borð fyrir bankaveisluna? Það er hrunbragur á sölunni á HS Orku. Það er veislugleði í loftinu. Nú skal grætt. Nú skal grætt á Íslandi. Maður þekkir ljónið á hramminum. Hin tæra snilld birtist ávallt með sama hætti þegar selja skal lykileignir þjóðarinnar: 1. Kaupverðið lánað innanlands 2. Með veði í bréfunum sjálfum 3. Með engum eða óverulegum vöxtum 4. Öðrum kaupendum hafnað án viðræðna 5. Kaupandinn hefur enga þekkingu á rekstrinum sem hann er að kaupa 6. Kaupandinn getur ekki fengið lán í banka og þess vegna verður seljandinn að lána honum Við höfum bent á að OECD hefur gefið út skýrslu um hvernig best sé staðið að einkavæðingu – þar sem meðal annars er lögð höfuðáhersla á að sala ríkiseigna skili beinhörðum peningum strax. Fjölmörg önnur atriði er bent á sem „best practice“ – hvers vegna er ekki einu sinni ráðum OECD fylgt? Í þessu sambandi má benda á að birtir hafa verið útreikningar sem sýna tap Orkuveitu Reykjavíkur vegna sölu HS Orku til Magma Energy. Um er að ræða útreikninga Birgis Gíslasonar sem birtir voru m.a. á bloggi Láru Hönnu og víðar, Þar kemur fram að heildartap OR vegna sölunnar sé rúmir 9 milljarðar. Þessir útreikningar hafa ekki verið hraktir. Fyrirfram ákveðinn kaupandiSamkvæmt fréttum í fjölmiðlum bauð a.m.k eitt annað fyrirtæki í hlutina í HS Orku en ekki hefur verið upplýst hvaða fyrirtæki um var að ræða. Þá bendum við umboðsmanni á að haft er eftir sendiherra Bretlands á Íslandi að hann hafi komið upplýsingum um áhugasama breska kaupendur á framfæri við íslensk stjórnvöld, en þessir aðilar hafi aldrei fengið nein viðbrögð. Og hvað með undirbúning stjórnvalda? Langtíma sýn og langtíma áætlun. Er hún einhver? Er búið að setja ákvæði um auðlindagjald í samningana? Nei. Er búið að setja ákvæði sem takmarka verðhækkanir Magma á orku til neytenda? Nei. Er búið að setja ákvæði í samningana sem takamarka tímalengd samningsins? Nei. Ábyrgð ráðherra og stjórnmálamannaSvo virðist sem stjórnmálamenn vilji enga ábyrgð bera í þessu mál en vísa í lög og reglugerðir og verja sniðgögnu þeirra – á sama tíma og – sumir þeirra alla vega – harma þetta mál og lofa öllu fögru um að frekari einkavæðing standi ekki til. En í fréttum í þessir viku kom fram að um áramótin verður Orkuveitu Reykjavíkur skipt upp – en slík uppskipting var fyrsta skrefið í einkavæðingu HS Orku. Er einkavæðing OR næst á dagskrá eða verður Landsvikjun seld fyrst? Er ekki nóg komið? Er aldrei nóg komið? Þetta er vondur díll, samningurinn er of langur, hann skilar sáralitlum peningum inn í landið. Hann byggir á loforðum Ross Beaty, svona einsog þegar Samherji keypti Gugguna á Ísafirði og lofaði að hún færi aldrei. Það leið ekki nema ár. Og þá var hún farin. Orkufyrirtækin hafa verið byggð upp af almannafé og skilað góðum hagnaði fram á síðustu ár – við þurfum að halda þessum auðlindum í opinberri eigu og hirða hagnaðinn sjálf. Við teljum þetta mál varða hagsmuni þjóðarinnar allrar og við viljum hvetja alla til þess að skrifa undir áskorun okkar til stjórnvalda um að stöðva söluna til Magma og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðar stefnu okkar í orkumálum. Nú þarf að stöðva hrunið. Og það gerir enginn nema þjóðin taki málin í sínar eigin hendur.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun