Fimmtíu milljarðar færast á neytendur 1. júlí 2010 07:30 Myntkörfulán á bílum vega þungt í skuldum heimilana. Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira