Fimmtíu milljarðar færast á neytendur 1. júlí 2010 07:30 Myntkörfulán á bílum vega þungt í skuldum heimilana. Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira