Lífið

Konseptbúð fyrir Íslendinga - myndir

MYNDIR/elly@365.is
MYNDIR/elly@365.is

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar verslunin Geysir, sem staðsett er á Skólavörðustíg 16, var formlega opnuð.

Athygli vekur að innviðir verslunarinnar voru ekki keyptir í byggingaverslunum, heldur er allt hráefni sótt í sveitir landsins.

Gamalt timbur úr fjósum, rekaviður, gamlir naglar og ljós voru meðal annars notaðir í innréttingar.

Nanna Þórdís Árnadóttir (t.v.) verslunarstjóri ásamt starfsmanni í versluninni Geysir. MYND/elly@365.is

„Geysir er umfram allt fataverslun þar sem ekki síst er stílað inn á Íslendinga," sagði Nanna Þórdís Árnadóttir verslunarstjóri og bætti við:

„Þetta er ekki ferðamannaverslun heldur fremur konseptbúð með þjóðlegu ívafi sem ætti að geta höfðað til allra."

Söluvaran er ekki af verri endanum í Geysi því þar er seld íslensk gæðahönnun á fatnaði og ýmis konar þjóðlegur varningur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.