Lífið

Leitar að rétta kjólnum

Heidi Klum. MYND/Cover Media
Heidi Klum. MYND/Cover Media

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum leitar um þessar mundir að nýjum kjól fyrir Emmy verðlaunahátíðina sem fram fer í lok ágúst.

Sjónvarpsþáttur fyrirsætunnar, Project Runway, er nefnilega tilnefndur í flokki bestu raunveruleikaþáttanna og hún vill líta vel út á rauða dreglinum umrætt kvöld.

„Undanfarið hef ég leitað til vina minna í tískugeiranum. Allir tískuhönnuðir virðast vera í sumarfrii að drekka kampavín á lúxussnekkjunum sínum. Enginn hefur tíma til að hanna spennandi kjól fyrir mig á þessum árstíma," sagði Heidi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.