Enski boltinn

Redknapp: Ég vil halda Eiði hérna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður í leiknum í dag.
Eiður í leiknum í dag.
Ég vil halda honum hérna á næsta tímabili," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham um Eið Smára Guðjohnsen eftir útisigur liðsins á Stoke í dag.

„Hann er toppleikmaður og býr yfir frábærum hæfileikum. Fyrst Jermain Defoe er meiddur hefur hann hlutverk að leika hjá okkur.

Eiður skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í dag en hann er á lánssamningi frá franska liðinu Monaco.

„Stjórnarformaðurinn gerði þennan samning og ég veit ekki alveg hvernig hann er. En við höfum allavega klárlega áhuga á að halda honum. Leikmönnum líkar vel við hann og elska að spila með honum," sagði Redknapp.

Tengdar fréttir

Sjáðu mark Eiðs Smára - myndband

Hægt er að sjá svipmyndir úr öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar hér á Vísi. Meðal annars er hægt að sjá úr leik Tottenham og Stoke í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×