Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 16:00 Ívar Ingimarsson í leik með Reading skömmu áður en hann meiddist í mars síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. Ívar var á varamannabekk liðsins þegar að Reading vann 1-0 sigur á Ipswich í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í leikmannahópi liðsins síðan hann meiddist í mars síðastliðnum. „Það rifnaði vöðvafesting í lærinu og þurfti að festa hana aftur við beinið," sagði Ívar í samtali við Vísi. „Aðgerðin er ekkert allt of flókin en það tekur bara tíma fyrir festinguna að verða aftur sterk. Það góða við slíkar aðgerðir er að það eru 99 prósent líkur á að maður nái sér góðum sem virðist ætla að ganga eftir." Hann segir að þessi tími á hliðarlínunni hafi ekki verið mjög erfiður fyrir hann. „Nei, það þýðir ekkert að gráta þetta. Þetta hefur verið stíf endurhæfing og það er gott að finna fyrir því að maður er aftur að nálgast sitt gamla form." Ívar segir að endurhæfingin hafi gengið vel og að hann sé ekki hræddur við að beita sér af fullum krafti. „Það hefur verið mikið af lyftingum og æfingum þar sem ég hef verið að toga vel í þetta. Þetta heldur vel og því ekkert annað að gera en að æfa áfram vel. Það góða við þetta er að þetta eru ekki krónísk meiðsli og ættu ekki að há mér í framtíðinni." Reading er nú í sjötta sæti ensku B-deildarinnar og segir Ívar að sér lítist vel á tímabilið sem er framundan. „Við unnum í gær og erum í ágætri stöðu í deildinni en það er enn lítið liðið af tímabilinu. En við höfum verið að líta ágætlega út og spila ljómandi vel. Helst er að það hefur vantað að skora fleiri mörk en þau hafa verið að koma og vonandi á það eftir að aukast enn." „Ef við sleppum nokkuð vel við meiðsli og leikbönn á tímabilinu tel ég að við séum með nægilega gott lið til að vera í efstu sætunum." Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. Ívar var á varamannabekk liðsins þegar að Reading vann 1-0 sigur á Ipswich í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í leikmannahópi liðsins síðan hann meiddist í mars síðastliðnum. „Það rifnaði vöðvafesting í lærinu og þurfti að festa hana aftur við beinið," sagði Ívar í samtali við Vísi. „Aðgerðin er ekkert allt of flókin en það tekur bara tíma fyrir festinguna að verða aftur sterk. Það góða við slíkar aðgerðir er að það eru 99 prósent líkur á að maður nái sér góðum sem virðist ætla að ganga eftir." Hann segir að þessi tími á hliðarlínunni hafi ekki verið mjög erfiður fyrir hann. „Nei, það þýðir ekkert að gráta þetta. Þetta hefur verið stíf endurhæfing og það er gott að finna fyrir því að maður er aftur að nálgast sitt gamla form." Ívar segir að endurhæfingin hafi gengið vel og að hann sé ekki hræddur við að beita sér af fullum krafti. „Það hefur verið mikið af lyftingum og æfingum þar sem ég hef verið að toga vel í þetta. Þetta heldur vel og því ekkert annað að gera en að æfa áfram vel. Það góða við þetta er að þetta eru ekki krónísk meiðsli og ættu ekki að há mér í framtíðinni." Reading er nú í sjötta sæti ensku B-deildarinnar og segir Ívar að sér lítist vel á tímabilið sem er framundan. „Við unnum í gær og erum í ágætri stöðu í deildinni en það er enn lítið liðið af tímabilinu. En við höfum verið að líta ágætlega út og spila ljómandi vel. Helst er að það hefur vantað að skora fleiri mörk en þau hafa verið að koma og vonandi á það eftir að aukast enn." „Ef við sleppum nokkuð vel við meiðsli og leikbönn á tímabilinu tel ég að við séum með nægilega gott lið til að vera í efstu sætunum."
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira