Formúla 1

Schumacher: Fjögur lið á toppnum

Mercedes bíllinn hefur komið vel út á æfingum.
Mercedes bíllinn hefur komið vel út á æfingum. mynjd: getty images

Michael Schumacher telur að fjögur lið séu með bestu bílanna í Formúlu 1 ídag, eftir æfignar síðustu vikna.

Hann segir Ferrari, McLaren, Red Bull og

Mercedes virðast líklegust til afreka, en þó sé erfitt að meta það til

fulls að svo komnu máli.

"Það er mjög erfitt að spá í hvaða lið eru fremst. Fjögur lið eru fljótust

og svo er fróðlegt að sjá hvernig Sauber bíllinn er snár í snúningum. Svo

er spurning með Renault. Toppliðin eru í góðum gír í þolakstri, en minni

liðin falla niður þegar farið er að reyna á dekkin á æfingum", sagði

Schumacher sem æfði á laugardaginn á Jerez brautinni á Spáni.

"Við getum samt ekki verið vissir um stöðu mála, þar sem bensínmagn er svo

misjafnt, en það er gaman að spá í þessa hluti. Ég er ánægður með okkar

hlutskipti, þó veðrið hafi spilað inn í. Við lærðum betur inn á bílinn sem

kom að notum", sagði Schumacher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×