Viðskipti innlent

Fasteignir seldar fyrir 1300 milljónir í síðustu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fasteignum var þinglýst fyrir 1300 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/ Villi.
Fasteignum var þinglýst fyrir 1300 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/ Villi.
Heildarvelta á fasteignamarkaði nam tæplega 1,3 milljörðum króna í vikunni sem leið. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu dagana 20. ágúst til og með 26. ágúst 2010 var 55. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á samning var 22,9 milljónir króna.

Heildarveltan er nánast sú sama og hún var í sömu viku ársins í fyrra, en þá var 47 kaupsamningum þinglýst. Seðlabankinn sagði í Peningamálum sem komu út í ágúst að verulega hafi dregið úr lækkun fasteignaverðs á undanförnum mánuðum. Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um rúm 34% frá október 2007 þegar það var hæst og nafnverð um 14,2% frá því að það fór hæst í janúar 2008.

Seðlabankinn segir að fasteignamarkaðurinn hafa heldur glæðst það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig hafi uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði verið um 21% meiri en á síðasta ári, þótt hún sé enn afar lág í sögulegu samhengi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×