Lífið

Tískudrottningar selja af sér klæðin

Tinni Sveinsson skrifar
Eva, Erna og Guðrún Tara segjast eiga einstaklega fallegt safn af kjólum, kápum, hælum og alls kyns gersemum.
Eva, Erna og Guðrún Tara segjast eiga einstaklega fallegt safn af kjólum, kápum, hælum og alls kyns gersemum.
„Við mælum hiklaust með því að allar dömur og tískudrósir mæti á markaðinn og geri kaup lífs síns. Það er bara þannig," segir Erna Bergmann fatahönnuður.

Annað kvöld stendur hún fyrir fatamarkaði ásamt þremur stallsystrum sínum sem allar eru þaulvanar úr tískubransanum. Með Ernu verða þær Eva Katrín fyrirsæta, Guðrún Tara fatahönnuður og Helena Jónsdóttir en þær hafa allar unnið í hátískuversluninni Kronkron í mörg ár ásamt því að hafa unnið í verslununum Spúútnik og Rokki og rósum.

Stelpurnar hreinsa úr skápunum sínum vegna plássleysis og lofa gulli og grænum skógum. Það er því eftir miklu að slægjast.

„Við verðum með sérstaklega fallegan fatnað á markaðnum. Allt frá guðdómlegum kjólum eftir þekkta fatahönnuði til antíkstykkja sem við höfum fundið á mörkuðum og í second hand-verslunum út um allan heim. Við eigum allar einstaklega fallegt safn af kjólum, kápum, hælum og alls kyns gersemum," segir Erna.

Markaðurinn verður á Boston við Laugaveg 28b milli klukkan átta og tíu annað kvöld. Stelpurnar segja það um að gera að mæta tímanlega til að næla sér í flottustu flíkurnar, auk þess að fá sér jafnvel einn drykk á undan á Happy hour-tilboði sem gildir til klukkan átta á Boston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.