Biblíuleg jólaveisla fyrir sex 17. desember 2010 06:00 Hér njóta vinkonurnar Sigrún Óskarsdóttir sóknarprestur og Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur biblíulegrar jólamáltíðar eftir að hafa saman lagt ást og hamingju í matargerðina. Sigrún hefur fyrir hefð að bjóða tengdaforeldrum sínum í heitt hangikjöt á Þorláksmessukvöld þar sem annir presta eru miklar yfir hátíðarnar. Því ætlar hún að skipta út hangikjöti á jóladag fyrir hátíðlegan fiskrétt. Fréttablaðið/Valli Séra Sigrún Óskarsdóttir prestur í Árbæjarkirkju er sælkerakokkur af Guðs náð og hefur undanfarið lagt stund á Biblíulega matargerð. „Jesú var mikið boðið til veislu og sat þær margar. Í gamla og nýja testamentinu er talsvert talað um mat og flestir þekkja dæmisögurnar þegar Jesús breytti vatni í vín, mettaði fimm þúsund með nesti lítils drengs, sat síðustu kvöldmáltíðina og fleiri frásagnir. Í Biblíunni er einnig sagt frá slátrun kálfs og lambs fyrir veislur, og auðvelt að ráða í mat sem var á boðstólum þessa tíma," segir séra Sigrún, sem heillast hefur af biblíulegri matseld, sem hún segir einfalda, spennandi og girnilega. „Biblíumatur er andstaða við skyndibita, með allt hráefni ferskt og óunnið. Þar eru engar matarlíkingar í boði heldur eingöngu alvöru matur, hollur, einfaldur og ofsalega bragðgóður. Menn vissu þá þegar hvernig átti að galdra fram dýrindis matarveislur og einstakt að upplifa nýja og framandi angan í loftinu þegar eldað er úr kanil, hunangi, hvítlauk og fleiru sem blandast svo óvænt saman. Þá er biblíufæði einkar saðsamt, orkumikið og stendur með manni lengur en annar matur," segir séra Sigrún þar sem hún leggur lokahönd á biblíulegan jólaábæti handa lesendum ásamt vinkonu sinni, listakokkinum Kristínu Þóru Harðardóttur lögfræðingi. „Í Biblíunni snýst matur um mannlegt samfélag; vináttuna og það að sitja saman við borð, og þá gerist alltaf eitthvað gott. Þetta hefur haldist í gegnum kirkjustarfið þar sem altarisgangan er hin sameiginlega máltíð og mikið af starfi kirkjunnar er enn byggt á þessu borðsamfélagi. Á jólum nútímamanna snúast veislur líka um það sama; að setjast niður yfir máltíð, gleðjast og vera saman. Stundin verður athvarf fjölskyldunnar sem loks borðar saman í stað þess að hver næri sig í sínu horni, og það er sannarlega hápunktur dagsins, að deila saman deginum, lífinu og öllu sem er að gerast," segir séra Sigrún. Hún borðar hreindýr á aðfangadagskvöld, en það fellur vel að matargerð Biblíunnar eins og önnur villibráð. „Í Betlehem viðist ekki hafa verið mikið um veraldlegar dýrðir en svo fæddist frelsarinn og fallegt hvernig fátækleg og einföld umgjörð fjárhússins varð allt önnur. Það gefur von um að breyta megi fullt af hreysum í hallir með hlýju hjartalagi, góðum fyrirætlunum og því að hjálpast að, ekki síst nú þegar svo margir eru hjálparþurfi og eiga ekki fyrir veislum jólanna. Því vil ég hvetja fólk til að kyngja stoltinu og þiggja hjálp líknarstofnana sem gefa af góðum hug. Hjálparstofnun kirkjunnar býður frábæra aðstoð sem er ekki bara fjárhagsleg heldur líka félagsleg þar sem fólki er hjálpað að finna réttindi sín og komast úr þeirri gildru sem fátækt er. Engum dylst að nú eru erfiðir tímar og því finnum við prestar vel hvernig þröskuldurinn hefur lækkað og aldrei hafa fleiri beðið um hjálp. Það er enda engin skömm að leita sér hjálpar og kannski huggun harmi gegn að hugsa á þann veg að kannski geti maður sjálfur hjálpað seinna þótt maður sé hjálpar þurfi nú. Því eiga allir að geta átt gleðileg jól og nóg að bíta og brenna yfir hátíðarnar."- þlgBiblíuleg jólaveisla Fyrir sexHátíðalax með hirsipilaf, ósýrðum brauðum og eplasalati1½ kg laxaflak roð- og beinhreinsað1 púrrulaukur1 hvítlaukur4-5 cm engiferrót½ dl lífræn ólífuolíasalt og pipar úr kvörn Lax skorinn í hæfilegar sneiðar og lagður í eldfast mót. Allt annað hráefni sett í blandara og sett yfir fiskinn. Látið marinerast í um það bil klukkustund. Bakið í 180°C heitum ofni í 15-18 mínútur.Hirsipilaf1 tsk. saffranþræðirrifinn börkur af einni sítrónu1 laukur smátt skorinn1 tsk. steyttur kanill eða kanilduft1 msk. steytt kóríanderfræ1 msk. fennelfrærúsínur2 dl hirsi4 dl vatnolíasalt Hellið heitu vatni yfir saffranþræðina til að mýkja þá. Steikið lauk í olíu, setjið krydd saman við og síðan hirsið. Þekið hirsið vel með olíu, bætið olíu á pönnuna ef þarf. Setjið vatn og rúsínur út í. Sjóðið í 20 mínútur og látið svo standa með loki á hellunni í 10-15 mínútur. Ef til vill þarf að bæta við 1-2 desilítrum af vatni.Ósýrð brauð450 g speltmjöl2,2 dl vatn1 tsk. salt Hnoðið saman, skiptið í tólf hluta og fletjið út í kringlóttar kökur. Bakið við 250°C í 10 mínútur. Stráið rifnum osti og steinselju yfir heit brauðin.Eplasalat100 g gott grænt salat1 stórt eða 2 lítil rauð epli skorin í teninga50 g rúsínur ristaðar á pönnu50 g graskersfræ ristuð á pönnuDressing3 msk. góð lífræn ólífuolíasafi úr ½ sítrónusalt og piparJógúrtsósa3 dl grísk jógúrt2 msk. sesamsmjör (tahini)safi úr ½ sítrónu1 msk. hunangsmá saltEftirrétturjólafíkjur400 g gráfíkjur4 dl rauðvín1 dl púrtvín2 kanilstangir1 vanillustöng, korn skafin úr stönginni og sett með í vökvannrifinn börkur af tveimur lífrænum appelsínum ásamt safa Allt sett í pott nema fíkjur og hitað að suðu. Þá er fíkjum bætt út í og látið malla í 8-10 mínútur. Kælið og látið standa, gjarnan í sólarhring. Berið fram með þeyttum rjóma. Brauð Eftirréttir Jól Jólamatur Lax Uppskriftir Mest lesið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið
Séra Sigrún Óskarsdóttir prestur í Árbæjarkirkju er sælkerakokkur af Guðs náð og hefur undanfarið lagt stund á Biblíulega matargerð. „Jesú var mikið boðið til veislu og sat þær margar. Í gamla og nýja testamentinu er talsvert talað um mat og flestir þekkja dæmisögurnar þegar Jesús breytti vatni í vín, mettaði fimm þúsund með nesti lítils drengs, sat síðustu kvöldmáltíðina og fleiri frásagnir. Í Biblíunni er einnig sagt frá slátrun kálfs og lambs fyrir veislur, og auðvelt að ráða í mat sem var á boðstólum þessa tíma," segir séra Sigrún, sem heillast hefur af biblíulegri matseld, sem hún segir einfalda, spennandi og girnilega. „Biblíumatur er andstaða við skyndibita, með allt hráefni ferskt og óunnið. Þar eru engar matarlíkingar í boði heldur eingöngu alvöru matur, hollur, einfaldur og ofsalega bragðgóður. Menn vissu þá þegar hvernig átti að galdra fram dýrindis matarveislur og einstakt að upplifa nýja og framandi angan í loftinu þegar eldað er úr kanil, hunangi, hvítlauk og fleiru sem blandast svo óvænt saman. Þá er biblíufæði einkar saðsamt, orkumikið og stendur með manni lengur en annar matur," segir séra Sigrún þar sem hún leggur lokahönd á biblíulegan jólaábæti handa lesendum ásamt vinkonu sinni, listakokkinum Kristínu Þóru Harðardóttur lögfræðingi. „Í Biblíunni snýst matur um mannlegt samfélag; vináttuna og það að sitja saman við borð, og þá gerist alltaf eitthvað gott. Þetta hefur haldist í gegnum kirkjustarfið þar sem altarisgangan er hin sameiginlega máltíð og mikið af starfi kirkjunnar er enn byggt á þessu borðsamfélagi. Á jólum nútímamanna snúast veislur líka um það sama; að setjast niður yfir máltíð, gleðjast og vera saman. Stundin verður athvarf fjölskyldunnar sem loks borðar saman í stað þess að hver næri sig í sínu horni, og það er sannarlega hápunktur dagsins, að deila saman deginum, lífinu og öllu sem er að gerast," segir séra Sigrún. Hún borðar hreindýr á aðfangadagskvöld, en það fellur vel að matargerð Biblíunnar eins og önnur villibráð. „Í Betlehem viðist ekki hafa verið mikið um veraldlegar dýrðir en svo fæddist frelsarinn og fallegt hvernig fátækleg og einföld umgjörð fjárhússins varð allt önnur. Það gefur von um að breyta megi fullt af hreysum í hallir með hlýju hjartalagi, góðum fyrirætlunum og því að hjálpast að, ekki síst nú þegar svo margir eru hjálparþurfi og eiga ekki fyrir veislum jólanna. Því vil ég hvetja fólk til að kyngja stoltinu og þiggja hjálp líknarstofnana sem gefa af góðum hug. Hjálparstofnun kirkjunnar býður frábæra aðstoð sem er ekki bara fjárhagsleg heldur líka félagsleg þar sem fólki er hjálpað að finna réttindi sín og komast úr þeirri gildru sem fátækt er. Engum dylst að nú eru erfiðir tímar og því finnum við prestar vel hvernig þröskuldurinn hefur lækkað og aldrei hafa fleiri beðið um hjálp. Það er enda engin skömm að leita sér hjálpar og kannski huggun harmi gegn að hugsa á þann veg að kannski geti maður sjálfur hjálpað seinna þótt maður sé hjálpar þurfi nú. Því eiga allir að geta átt gleðileg jól og nóg að bíta og brenna yfir hátíðarnar."- þlgBiblíuleg jólaveisla Fyrir sexHátíðalax með hirsipilaf, ósýrðum brauðum og eplasalati1½ kg laxaflak roð- og beinhreinsað1 púrrulaukur1 hvítlaukur4-5 cm engiferrót½ dl lífræn ólífuolíasalt og pipar úr kvörn Lax skorinn í hæfilegar sneiðar og lagður í eldfast mót. Allt annað hráefni sett í blandara og sett yfir fiskinn. Látið marinerast í um það bil klukkustund. Bakið í 180°C heitum ofni í 15-18 mínútur.Hirsipilaf1 tsk. saffranþræðirrifinn börkur af einni sítrónu1 laukur smátt skorinn1 tsk. steyttur kanill eða kanilduft1 msk. steytt kóríanderfræ1 msk. fennelfrærúsínur2 dl hirsi4 dl vatnolíasalt Hellið heitu vatni yfir saffranþræðina til að mýkja þá. Steikið lauk í olíu, setjið krydd saman við og síðan hirsið. Þekið hirsið vel með olíu, bætið olíu á pönnuna ef þarf. Setjið vatn og rúsínur út í. Sjóðið í 20 mínútur og látið svo standa með loki á hellunni í 10-15 mínútur. Ef til vill þarf að bæta við 1-2 desilítrum af vatni.Ósýrð brauð450 g speltmjöl2,2 dl vatn1 tsk. salt Hnoðið saman, skiptið í tólf hluta og fletjið út í kringlóttar kökur. Bakið við 250°C í 10 mínútur. Stráið rifnum osti og steinselju yfir heit brauðin.Eplasalat100 g gott grænt salat1 stórt eða 2 lítil rauð epli skorin í teninga50 g rúsínur ristaðar á pönnu50 g graskersfræ ristuð á pönnuDressing3 msk. góð lífræn ólífuolíasafi úr ½ sítrónusalt og piparJógúrtsósa3 dl grísk jógúrt2 msk. sesamsmjör (tahini)safi úr ½ sítrónu1 msk. hunangsmá saltEftirrétturjólafíkjur400 g gráfíkjur4 dl rauðvín1 dl púrtvín2 kanilstangir1 vanillustöng, korn skafin úr stönginni og sett með í vökvannrifinn börkur af tveimur lífrænum appelsínum ásamt safa Allt sett í pott nema fíkjur og hitað að suðu. Þá er fíkjum bætt út í og látið malla í 8-10 mínútur. Kælið og látið standa, gjarnan í sólarhring. Berið fram með þeyttum rjóma.
Brauð Eftirréttir Jól Jólamatur Lax Uppskriftir Mest lesið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið