Lífið

Sandra Bullock kemur fram í fyrsta skipti eftir skandalinn

Sandra á sviðinu í Los Angeles í gærkvöldi.
Sandra á sviðinu í Los Angeles í gærkvöldi.
Leikkonan Sandra Bullock hefur ekki sést opinberlega síðan upp komst um framhjáhald eiginmanns hennar, Jesse James, eftir Óskarsverðlaunahátíðina í mars, þar sem hún fékk verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki.

Það eina sem heyrst hefur frá henni var í apríl þegar hún staðfesti að hafa sótt um skilnað og leyfði myndatöku af sér með ættleiddum syni sínum frá New Orleans, Louis Bardo.

Talið var að Sandra myndi í fyrsta skipti láta sjá sig á kvikmyndaverðlaunahátíð MTV í kvöld en öllum að óvörum mætti hún einnig á verðlaunahátíð Spike TV í Los Angeles í gærkvöldi. Þar tók hún á móti verðlaunum sem voru valin af fólki í Bandaríkjaher.

Robert Downey Jr. afhenti henni verðlaunin. Hún sagði stuttan brandara um hversu þröngur kjóllinn hennar var og þakkaði fyrir sig en minntist ekkert á vandræði einkalífsins.

Tengdar fréttir

Sandra mun skilja

Vinir Söndru Bullock segja hana staðráðna í að skilja við eiginmann sinn, Jesse James, eftir að upp komst um framhjáhald hans. Leikkonan mun þó ætla að ganga rólega til verks því hún óttast að annað muni hafa slæm áhrif á börn James.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.