Fótbolti

Kaladze brjálaður út í forráðamenn Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Georgíumaðurinn hjá AC Milan, Kakha Kaladze, er brjálaður út í forráðamenn félagsins sem hann telur hafa beitt þjálfara félagsins, Massimiliano Allegri, þrýstingi til þess að henda sér úr hópnum.

Kaladze neitaði að fara frá félaginu í sumar og hefur í kjölfarið verið settur út í kuldann hjá félaginu. Leikmaðurinn vill meina að það sé ákvörðun stjórnarmanna en ekki þjálfarans.

"Venjulega tala ég ekki við fjölmiðla en núna vil ég að fólk heyri sannleikann," sagði Kaladze.

"Ég hef aldrei hitt þjálfara sem útilokar leikmann eftir aðeins fjóra daga. Þeir sögðu að við Jankulovski mættum ekki spila saman. Það er ekki Allegri sem tekur þessar ákvarðanir. Hlutirnir hafa breyst hjá Milan og ég skammast mín fyrir félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×