Viðskipti erlent

Nordea Markets telur að hlutir í Royal Unibrew hækki

Nordea Markets hefur breytt verðmati sínu á hlutum í danska brugghúsinu Royal Unibrew og hækkað það verulega. Nordea hefur hækkað mat sitt úr 275 danskar kr . á hlut upp í 310 danskar kr. á hlut.

Eins og áður hefur komið fram heldur Straumur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%.

Í umfjöllun um verðmat Nordea á business.dk segir að Royal Unibrew muni birta endurmat á væntingum um hagnað ársins í ár þann 25. nóvember . Nordea reiknar með að við það tækifæri muni brugghúsið tilkynna um vænar arðgreiðslur til hluthafa á næsta ári.

Í ársfjórðungsuppgjörum brugghússins í ár hefur verið greint frá því að væntingar eru um allt að 255 milljón danskra kr. eða yfir 5 milljarða kr. hagnað eftir árið.

Nordea Markets er markaðsdeild Nordea bankans sem er annar stærsti banki Danmerkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×