Lífið

FM Belfast fær útreið á Hróarskeldu

Hljómsveitin FM Belfast reið ekki feitum hesti frá Hróarskeldu þetta árið en hljómsveitin fær yfirleitt fyrirtaksdóma fyrir tónleika sína.
Hljómsveitin FM Belfast reið ekki feitum hesti frá Hróarskeldu þetta árið en hljómsveitin fær yfirleitt fyrirtaksdóma fyrir tónleika sína.

Íslenska sveitin FM Belfast fékk lægstu einkunn allra þeirra sveita sem spiluðu á Hróarskeldu þetta árið.

Í opinberu veftímariti hátíðarinnar, Orange Press, fær FM Belfast tvær stjörnur í einkunn af fimm - tvær aðrar sveitir fengu jafnframt tvær stjörnur og er það versta einkunnin sem gefin var á hátíðinni í þetta skiptið. Hér má lesa dóminn.

„Þegar hljómsveitin er upp á sitt besta er tónlistin heillandi á sinn barnalega hátt en þegar hún er hvað verst er hún nálægt því að hljóma eins og leiðindagaul. Því miður féll frammistaðan á laugardeginum oft í síðarnefnda flokkinn," segir í gagnrýni Orange Press tímaritsins sem var gefið út á hverjum degi hátíðarinnar.

Þar segir jafnframt: „Til þess að halda uppi orðspori sínu sem hress og skemmtileg tónleikasveit reyndi hljómsveitin að fá áhorfendur til að taka þátt í tónleikunum en gat því miður ekki hulið grundvallarvandamálið: FM Belfast reyndi að ná til allra og féll þess vegna í þá gryfju að segja lélega brandara og spila kjánaleg lög eftir aðra. Þegar það brást var ekkert annað eftir en þunn raftónlist og hrúga af fólki hlaupandi um á sviðinu án þess að spila á hljóðfærin sín."


Tengdar fréttir

FM Belfast á DR 2

Tveggja og hálfrar klukkustundar þáttur verður sýndur á dönsku sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugardagskvöld um Hróarskelduhátíðina sem var haldin um síðustu helgi. Elektró-poppsveitin FM Belfast kemur þar meðal annars við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.