Fótbolti

Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o. Mynd/AP
Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena.

Lucio kom Internazionale í 1-0 í upphafi leiks eftir sendingu frá Wesley Sneijder en Udinese jafnaði eftir hálftíma leik. Sigurmark Samuel Eto'o kom af vítalínunni eftir að varnarmaður Udinese handlék boltann innan teigs.

AC Milan byrjaði ekki vel með Zlatan Ibrahimovic innanborðs því liðið tapaði 2-0 á útivelli á móti nýliðum Cesena. Erjon Bogdani og Emanuele Giaccherini skoruðu mörk Cesena í fyrri hálfleik. Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn en Robinho kom inn á fyrir Ronaldinho á 56. mínútu.

Það voru líka önnur óvænt úrslit í ítölsku deildinni þegar Cagliari vann 5-1 stórsigur á Roma en Rómverjar voru manni færri frá 22. mínútu leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×