Viðskipti innlent

Auður Capital kaupir stóran hlut í Gagnavörslunni

Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri Gagnavörslunnar.
Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri Gagnavörslunnar.

AUÐUR I, fagfjárfestasjóður rekinn af Auði Capital, hefur fest kaup á tæplega 22% hlut í Gagnavörslunni ehf.

Í tilkynningu segir að Gagnavarslan er óháð þekkingarfyrirtæki sem býður þjónustu og hugbúnaðarlausnir á sviði gagnavörslu og upplýsingastýringar. Starfsmenn eru um 40 talsins og forstjóri er Brynja Guðmundsdóttir.

Gagnavarslan hefur á afar skömmum tíma náð að skapa sér sterka stöðu og laðað að sér gott teymi sérhæfðs starfsfólks auk þess að byggja upp viðskiptasambönd við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

Fjárfesting AUÐAR I er hluti af hlutafjáraukningu Gagnavörslunnar en auk AUÐAR I taka Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og einstaklingar þátt í aukningunni. Eftir hlutafjáraukninguna eru Brynja Guðmundsdóttir, AUÐUR I og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stærstu hluthafar félagsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×