Lífið

Umdeild dönsk mynd á RIFF

Danska heimildarmyndin Armadillo hefur vakið hörð viðbrögð.
Danska heimildarmyndin Armadillo hefur vakið hörð viðbrögð.
Átján kvikmyndir hafa verið staðfestar á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem verður haldin í haust.

Á meðal þeirra er hin umdeilda danska heimildarmynd Armadilla sem fjallar um stríðið í Afganistan með nýjum hætti. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og vakti þar hörð viðbrögð. Í henni fylgir leikstjórinn Janus Metz dönsku hermönnunum Mads og Daniel eftir um Helmand-héraðið. Smátt og smátt láta þeir stríðið ná tökum á sér og framkvæma hluti sem hafa vakið hneykslun í Danmörku, bæði meðal almennings og háttsettra embættis- og stjórnmálamanna.

Önnur dönsk mynd á RIFF er hin dramatíska Submarino, sem Valdís Óskarsdóttir klippti. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar. Hún segir frá tveimur bræðrum sem gengu í gegnum mikla erfiðleika á æskuárunum. Í dag er annar þeirra ofbeldishneigður og langt leiddur áfengissjúklingur á meðan hinn er einstæður faðir sem glímir við eiturlyfjafíkn.

Ný vefsíða Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, Riff.is, er komin í loftið. Þar má finna upplýsingar um hátíðina af ýmsu tagi en ítarleg dagskrá verður birt þar þegar nær dregur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.