Færðu húsin í félög rétt eftir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2010 18:45 Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Hinn 22. október 2008, réttum tveimur vikum eftir bankahrunið, færðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir einbýlishús sín og íbúðir í Reykjavík og sumarbústaði á Þingvöllum af eigin kennitölum og í sérstök einkahlutafélög í sinni eigu, GT1 og GT2. Í tilviki Lýðs er um að ræða 330 fermetra einbýlishús í Vesturbænum og tæplega 60 fermetra íbúð á svipuðum stað sem hann færði af eigin nafni og á einkahlutafélag í sinni eigu sem heitir GT1. Ágúst bróðir hans færði 150 fermetra íbúð í miðbænum með þremur bílskúrum, tvö sumarhús á Þingvöllum og sumarbústaðaland í Jórugili af eigin kennitölu og á félag sitt GT2. Ekki náðist í bræðurna í dag til að fá skýringu því hvers vegna eignirnar voru færðar í sérstök einkahlutafélög. Það má geta þess að með því að færa eignirnar í einkahlutafélög eru þær ekki aðgengilegar kröfuhöfum bræðranna. Hinn 22. október á þessu ári verða liðin meira en tvö ár frá því eignirnar voru færðar og því útilokað að rifta samningum eða afsölum vegna þeirra á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má rifta samningum í allt að tvö ár aftur í tímann fyrir gjaldþrot, ef skilyrði laganna eru uppfyllt. Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Hinn 22. október 2008, réttum tveimur vikum eftir bankahrunið, færðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir einbýlishús sín og íbúðir í Reykjavík og sumarbústaði á Þingvöllum af eigin kennitölum og í sérstök einkahlutafélög í sinni eigu, GT1 og GT2. Í tilviki Lýðs er um að ræða 330 fermetra einbýlishús í Vesturbænum og tæplega 60 fermetra íbúð á svipuðum stað sem hann færði af eigin nafni og á einkahlutafélag í sinni eigu sem heitir GT1. Ágúst bróðir hans færði 150 fermetra íbúð í miðbænum með þremur bílskúrum, tvö sumarhús á Þingvöllum og sumarbústaðaland í Jórugili af eigin kennitölu og á félag sitt GT2. Ekki náðist í bræðurna í dag til að fá skýringu því hvers vegna eignirnar voru færðar í sérstök einkahlutafélög. Það má geta þess að með því að færa eignirnar í einkahlutafélög eru þær ekki aðgengilegar kröfuhöfum bræðranna. Hinn 22. október á þessu ári verða liðin meira en tvö ár frá því eignirnar voru færðar og því útilokað að rifta samningum eða afsölum vegna þeirra á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má rifta samningum í allt að tvö ár aftur í tímann fyrir gjaldþrot, ef skilyrði laganna eru uppfyllt. Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira