Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:32 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti