Lífið

Regnboginn rýmdur í sumar

Eitt elsta kvikmyndahús landsins stendur nú autt í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán
Eitt elsta kvikmyndahús landsins stendur nú autt í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán

Kvikmyndahúsið Regnboginn í miðbæ Reykjavíkur stendur autt. Sena hefur hætt starfsemi í húsinu en nokkrir hafa reynt að finna flöt á því að komast inn í húsið með starfsemi og leitað hjálpar hjá Reykjavíkurborg.

Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að tækjabúnaður til kvikmyndasýninga verði ekki mikið lengur en í mánuð í húsinu. „Ef það verður ekkert farið að gerast í haust verða tækin sett í endurnýjun á búnaði í öðrum húsum okkar,“ segir hann.

Jón segir viðræður þó enn þá í gangi en þær strandi ávallt á fjármagnsskorti þeirra sem vilja komast inn í Regnbogann. „Við héldum að þetta væri að hafast fyrir helgi,“ segir hann. „Það er voða erfitt að segja hvað klikkaði, menn eru að hafa hægt um sig vegna ástandsins.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.