Jóhanna sagði að Jón Sigurðsson væri frá Dýrafirði - myndband Boði Logason skrifar 17. júní 2010 13:43 „Hún veit náttúrulega að Hrafnseyri er við Arnarfjörð en ekki Dýrafjörð, ég trúi ekki öðru. Ég held að það viti nú eiginlega allir, allavega þeir sem eru komnir á hennar aldur," segir Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur. Í ræðu sinni í morgun sagði Jóhanna Sigurðardóttir: „Á næsta ári munum við minnast þess að 200 ár verða liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, frá Hrafnseyri við Dýrafjörð, sem var einn helsti baráttumaður okkar Íslendinga fyrir sjálfstæði." Eins og flestum er kunnugt er Hrafnseyri við Arnarfjörð en ekki Dýrafjörð. Guðjón telur að að svona geti gerst sjá fólki. „Það getur verið að hún hafi verið með hugann við Dýrafjörð út af einhverju öðru og svo skolast þetta til í kollinum. Ég hef enga trú á því að hún viti ekki betur en þetta," segir Guðjón. Hallgrímur Sveinsson, sem bjó í 40 ár á Hrafnseyri við Arnarfjörð og stofnaði meðal annars safn tileinkað sögu Jóns Sigurðssonar, segir að svona mismæli geti komið fyrir alla. „En þetta er ákaflega óheppilegt og leiðinlegt að forsætisráðherra skyldi gera það á þessum degi. Hún var með Hrafnseyri rétt, en við Dýrafjörð... það er náttúrlega leiðinlegt. Ég hélt nú að svona ræður hjá ráðherrum væru lesnar yfir," segir Hallgrímur. „Hún leiðréttir þetta eflaust." Hægt er að sjá brotið úr ræðu Jóhönnu hér að ofan. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Hún veit náttúrulega að Hrafnseyri er við Arnarfjörð en ekki Dýrafjörð, ég trúi ekki öðru. Ég held að það viti nú eiginlega allir, allavega þeir sem eru komnir á hennar aldur," segir Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur. Í ræðu sinni í morgun sagði Jóhanna Sigurðardóttir: „Á næsta ári munum við minnast þess að 200 ár verða liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, frá Hrafnseyri við Dýrafjörð, sem var einn helsti baráttumaður okkar Íslendinga fyrir sjálfstæði." Eins og flestum er kunnugt er Hrafnseyri við Arnarfjörð en ekki Dýrafjörð. Guðjón telur að að svona geti gerst sjá fólki. „Það getur verið að hún hafi verið með hugann við Dýrafjörð út af einhverju öðru og svo skolast þetta til í kollinum. Ég hef enga trú á því að hún viti ekki betur en þetta," segir Guðjón. Hallgrímur Sveinsson, sem bjó í 40 ár á Hrafnseyri við Arnarfjörð og stofnaði meðal annars safn tileinkað sögu Jóns Sigurðssonar, segir að svona mismæli geti komið fyrir alla. „En þetta er ákaflega óheppilegt og leiðinlegt að forsætisráðherra skyldi gera það á þessum degi. Hún var með Hrafnseyri rétt, en við Dýrafjörð... það er náttúrlega leiðinlegt. Ég hélt nú að svona ræður hjá ráðherrum væru lesnar yfir," segir Hallgrímur. „Hún leiðréttir þetta eflaust." Hægt er að sjá brotið úr ræðu Jóhönnu hér að ofan.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira