Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða

Sigríður Mogensen skrifar

Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum.

Í skýrslunni segir að búið sé að taka tillit til þessara fjárhæða í spám um þróun skulda ríkisins. Samkvæmt áætlunum Íbúðalánasjóðs sé gert ráð fyrir að ríkið leggi sjóðnum til fjármagn í lok þessa árs.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×