Viðskipti erlent

Hamleys í útrás á Balkanskaganum

Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek.

Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs.

Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn.

Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni.

„Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×