Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap 21. maí 2010 03:00 við Böðmóðsstaði Sumarhúsaeigendur mótmæla með því að halda áfram að henda rusli hér þótt enginn sé gámurinn og bannað sé að skilja eftir úrgang á staðnum.Fréttablaðið/Garðar „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira