Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir 4. júní 2010 06:30 Reynir Jónsson vill sjá færri hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu, en hver og ein tefur ferð strætisvagns um tuttugu sekúndur. Spurður um aðra kosti, svo sem rafbíla, segir hann enn sem komið er best að miða við hybrid-tækni. fréttablaðið/stefán Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira