Milljarður vegna Myspace 2. nóvember 2010 09:00 Norsku danspoppararnir í Datarock spila á Nasa föstudagskvöldið 5. nóvember. Norska sveitin Datarock spilar hér á landi í annað sinn á föstudaginn. Fredrik Saroea ræddi við Fréttablaðið um kynni sín af Íslandi og einn milljarð Datarock-hlustenda. Norsku danspoppararnir í Datarock spila á Nasa á föstudagskvöld. Hljómsveitin kemur fram á tónleikaröðinni Direkt ásamt sænsku hljómsveitinni Wildbirds & Peacedrums, Slaraffenland frá Danmörku, Budam frá Færeyjum og þeim Hjaltalín, Retro Stefson, Berndsen og Orphic Oxtra. Datarock spilaði síðast hér á landi á Airwaves-hátíðinni fyrir fjórum árum. Forsprakkinn Fredrik Saroea er afar spenntur fyrir því að endurnýja kynni sín af landi og þjóð. Hann kíkti meðal annars við í Bláa lóninu í Airwaves-eftirpartíi þar sem danstónlistin dunaði. „Þetta var einhvers konar blanda af Íslandi, Ibiza og Miami í Bláa lóninu. En tónleikarnir okkar voru skemmtilegir og ég sá dálítið af hinum böndunum spila. Það var mjög gaman,“ segir hann. „Þegar við stofnuðum hljómsveitina var okkar eini metnaður að spila í Tókýó, New York og í Reykjavík. Þannig að þegar við spiluðum á Iceland Airwaves höfðum við náð öllum okkar markmiðum.“ Datarock náði töluverðum vinsældum í Bretlandi eftir spilamennskuna á Airwaves og varð hluti af nýrri bylgju sem kallaðist New Rave. „Allt í einu vorum við hluti af þessari nýju partímenningu og síðan þá höfum við spilað úti um allan heim,“ segir Fredrik. „Við höfum spilað á sjö hundruð tónleikum í 33 löndum og farið í sautján tónleikaferðir um Bandaríkin. Á einni þeirra spiluðum við á 42 tónleikum á sex vikum og á annarri ferðuðumst við til 26 borga á einum mánuði. Það var hræðilegt því við höfðum ekki beint einkaþotur til umráða. Við þurftum að ferðast í bíl í á bilinu þrjár til þrettán klukkustundir á hverjum degi.“ Datarock hefur á ferli sínum átt lög í 22 tölvuleikjum, dýrum auglýsingum fyrir Coca Cola og iPod Nano, og í sjónvarpsþáttum á borð við Chuck. „Fjórir þessara tölvuleikja eru FIFA-leikir og hver þeirra hefur selst í að meðaltali tíu milljónum eintaka. Framleiðendurnir telja að að minnsta kosti hundrað milljónir manna hafi heyrt í Datarock í FIFA-leikjum, sem er fáránlegt,“ útskýrir Fredrik. „Við erum ekki mjög þekkt hljómsveit en þegar þessu öllu er blandað saman hefur hátt í milljarður manna kynnst Datarock án þess kannski að vita endilega hverjir við erum,“ segir hann og hlær. „Það er áhugavert að sjá hvernig hægt er að ná langt alþjóðlega með ótrúlegri kynningu í gegnum þessa nýju fjölmiðla. Ástæðan fyrir því að við urðum svona alþjóðlegt band er netsíður á borð við Myspace. Án þeirra hefði enginn vitað af okkur.“ Eftir að hafa greint blaðamanni frá söngleik sem Datarock er með í bígerð tjáir Fredrik sig um tónleikana á Nasa. „Síðast þegar við spiluðum á Íslandi skemmtu allir sér mjög vel. Ef áhorfendur hjálpa okkur dálítið lofum við að gera okkar besta til að búa til partí sem verður erfitt að gleyma.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Norska sveitin Datarock spilar hér á landi í annað sinn á föstudaginn. Fredrik Saroea ræddi við Fréttablaðið um kynni sín af Íslandi og einn milljarð Datarock-hlustenda. Norsku danspoppararnir í Datarock spila á Nasa á föstudagskvöld. Hljómsveitin kemur fram á tónleikaröðinni Direkt ásamt sænsku hljómsveitinni Wildbirds & Peacedrums, Slaraffenland frá Danmörku, Budam frá Færeyjum og þeim Hjaltalín, Retro Stefson, Berndsen og Orphic Oxtra. Datarock spilaði síðast hér á landi á Airwaves-hátíðinni fyrir fjórum árum. Forsprakkinn Fredrik Saroea er afar spenntur fyrir því að endurnýja kynni sín af landi og þjóð. Hann kíkti meðal annars við í Bláa lóninu í Airwaves-eftirpartíi þar sem danstónlistin dunaði. „Þetta var einhvers konar blanda af Íslandi, Ibiza og Miami í Bláa lóninu. En tónleikarnir okkar voru skemmtilegir og ég sá dálítið af hinum böndunum spila. Það var mjög gaman,“ segir hann. „Þegar við stofnuðum hljómsveitina var okkar eini metnaður að spila í Tókýó, New York og í Reykjavík. Þannig að þegar við spiluðum á Iceland Airwaves höfðum við náð öllum okkar markmiðum.“ Datarock náði töluverðum vinsældum í Bretlandi eftir spilamennskuna á Airwaves og varð hluti af nýrri bylgju sem kallaðist New Rave. „Allt í einu vorum við hluti af þessari nýju partímenningu og síðan þá höfum við spilað úti um allan heim,“ segir Fredrik. „Við höfum spilað á sjö hundruð tónleikum í 33 löndum og farið í sautján tónleikaferðir um Bandaríkin. Á einni þeirra spiluðum við á 42 tónleikum á sex vikum og á annarri ferðuðumst við til 26 borga á einum mánuði. Það var hræðilegt því við höfðum ekki beint einkaþotur til umráða. Við þurftum að ferðast í bíl í á bilinu þrjár til þrettán klukkustundir á hverjum degi.“ Datarock hefur á ferli sínum átt lög í 22 tölvuleikjum, dýrum auglýsingum fyrir Coca Cola og iPod Nano, og í sjónvarpsþáttum á borð við Chuck. „Fjórir þessara tölvuleikja eru FIFA-leikir og hver þeirra hefur selst í að meðaltali tíu milljónum eintaka. Framleiðendurnir telja að að minnsta kosti hundrað milljónir manna hafi heyrt í Datarock í FIFA-leikjum, sem er fáránlegt,“ útskýrir Fredrik. „Við erum ekki mjög þekkt hljómsveit en þegar þessu öllu er blandað saman hefur hátt í milljarður manna kynnst Datarock án þess kannski að vita endilega hverjir við erum,“ segir hann og hlær. „Það er áhugavert að sjá hvernig hægt er að ná langt alþjóðlega með ótrúlegri kynningu í gegnum þessa nýju fjölmiðla. Ástæðan fyrir því að við urðum svona alþjóðlegt band er netsíður á borð við Myspace. Án þeirra hefði enginn vitað af okkur.“ Eftir að hafa greint blaðamanni frá söngleik sem Datarock er með í bígerð tjáir Fredrik sig um tónleikana á Nasa. „Síðast þegar við spiluðum á Íslandi skemmtu allir sér mjög vel. Ef áhorfendur hjálpa okkur dálítið lofum við að gera okkar besta til að búa til partí sem verður erfitt að gleyma.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira