Enski boltinn

Úlfarnir búnir að kaupa Steven Fletcher frá Burnley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Fletcherí leik með Wolves í vetur.
Steven Fletcherí leik með Wolves í vetur. Mynd/AFP

Wolves gekk í gær frá kaupunum á Steven Fletcher frá Burnley fyrir 6,5 milljónir punda og Úlfarnir halda því áfram að styrkja liðið fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Steven Fletcher er 23 ára skoskur landsliðsmaður sem skoraði 8 mörk í 35 leikjum fyrir Burnley á síðasta tímabili. Það dugði þó ekki til að bjarga liðinu frá falli úr deildinni.

Steven Fletcher skrifar undir fjögurra ára samning við Úlfanna með möguleika á að framlengja um eitt ár.

„Við erum mjög ánægðir með að klára kaupin á Steven Fletcher. Hann var einn af þeim mönnum sem knattspyrnustjórinn Mick McCarthy vildi frá til liðsins og eins og með Kevin Doyle í fyrra þá tókst okkur að sýna áhuga okkar strax og klára dæmið," sagði Jez Moxey framkvæmdastjóri Wolves.

Steven Fletcher er með þessu orðinn dýrasti leikmaður Wolves frá upphafi ásamt Kevin Doyle sem félagið keypti fyrir sömu upphæð frá Reading í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×