Enski boltinn

Dalglish stjórnar leitinni að nýjum stjóra Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish á Anfield í vetur.
Kenny Dalglish á Anfield í vetur. Mynd/AFP

Kenny Dalglish, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, mun stjórna leit Liverpool að nýjum stjóra en samkvæmt frétt Guardian er Roy Hodgson, stjóri Fulham, efstur á blaði sem eftirmaður Rafael Benítez.

Kenny Dalglish vinna með Christian Purslow, framkvæmdastjóri Liverpool, í leitinni að nýjum knattspyrnustjóra.

Dalglish þarf að finna stjóra sem getur komið Liverpool aftur inn í Meistaradeildina án þess að fá mikinn pening til að kaupa leikmenn og nýi stjórinn þarf líka að gera sannfært lykilmenn eins og Steven Gerrard, Fernando Torres og Javier Mascherano til að spila áfram á Anfield.

Hinn 62 ára gamli Roy Hodgson hefur gert flotta hluti með Fulham og á einnig að baki farsælan feril sem stjóri Internazionale, Sviss og Blackburn Rovers.

Margir sjá líka Dalglish fyrir sér setjast í stjórastólinn sjálfur að minnsta kosti tímabundið á meðan félagið finnur sinn framtíðarmann.

Dalglish hætti sem stjóri liðsins fyrir 19 árum vegna álagsins sem fylgir starfinu en hann var þá búinn að gera félagið þrisvar að meisturum (1986, 1988 og 1990) og tvisvar að bikarmeisturum (1986, 1989) á sex árum.

Kenny Dalglish hefur tekið þátt í 8 af 18 meistaratitlum Liverpool sem annaðhvort leikmaður eða þjálfari og félagið hefur ekki unnið meistaratitilinn eftir að hann yfirgaf félagið 1991.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×