Golf

Tiger ekki öruggur um sæti í Ryder-liðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tiger Woods þarf að sanna sig á nýjan leik.
Tiger Woods þarf að sanna sig á nýjan leik. GettyImages
Tiger Woods er ekki öruggur um sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Corey Pavin, fyrirliði, velur fjóra leikmenn en átta leikmenn fá sjálfkrafa þátttökurétt vegna stiga.

Sem stendur er Tiger í ellefta sæti stigalistans og því ekki öruggur um sæti sitt. Pavin segir síðan að Tiger sé alls ekki öruggur um sæti í liðinu. Hann hefur ekki spilað vel eftir fimm mánaða hlé og hann spilaði ekki á Players Championships mótinu vegna meiðsla fyrr í mánuðinum.

„Ég mun ekki haga mér neitt öðruvísi í sambandi við Tiger - ég mun svo sannarlega ekki velja hann sjálfkrafa," sagði Pavin. „Það væri frábært að hafa hann með en ég vil að hann sé að spila vel," sagði fyrirliðinn.

Tiger og Pavin hafa enn ekki talað saman um mótið sem er ekki fyrr en í október. Liðið er þó valið mun fyrr. Woods hefur ekki gengið vel í Ryder-keppninni, þar hefur hann unnið tíu leiki, tapað þrettán og gert tvö jafntefli á fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×