Enski boltinn

Umboðsmaður: Dossena til Napoli á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Dossena í leik með Liverpool.
Andrea Dossena í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Eins og áður hefur verið greint frá er Andrea Dossena á leið til Napoli frá Liverpool í Englandi. Umboðsmaður hans segir að það gæti gengið í gegn á morgun.

Talið er að Napoli greiði um fimm milljónir evra fyrir Dossena sem er einnig sagður hafa samið um kaup og kjör hjá Napoli.

Umboðsmaður Dossena, Roberto La Florio, er vongóður um að gengið verði frá félagaskiptunum á morgun og að Dossena skrifi þá undir fjögurra og hálfs árs samning við Napoli.

„Það eru nokkur tæknileg vandamál en Dossena er fastur í Liverpool vegna snjókomunnar. En ég tel að hann komi til Napoli á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×