Fótbolti

Leonardo hættir hjá AC Milan eftir tímabilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leonardo, stjóri AC Milan.
Leonardo, stjóri AC Milan. Nordic Photos / Getty Images

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, hefur staðfest í samtali við ítalska fjölmiðla að knattspyrnustjórinn Leonardo muni hætta störfum hjá félaginu í vor.

Leonardo hefur ekki þótt standa undir væntingum á sínu fyrsta tímabili með AC Milan og hefur Berlusconi áður gagnrýnt störf hans opinberlega.

„Já, hann mun fara. Við erum að vinna í því að finna nýjan þjálfara," sagði Berlusconi. „Við eigum í viðræðum við nokkra þjálfara. Leonardo hefur verið of þver og liðið hefur spilað illa á tímabilinu."

Berlusconi óskaði einnig erkifjendunum í Inter fyrir að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

„Þrátt fyrir allt þá styð ég alltaf ítölsk félög í Evrópukeppnum. Inter stóð sig vel og það er ekki auðvelt fyrir mig að segja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×