Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR 22. maí 2010 04:45 Háskóli Íslands Tillaga félagsins er tilkomin vegna ákalls rektors um sparnaðarhugmyndir í ljósi kreppunnar. Rótin var ekki spurningin um hvernig háskólastarf í HÍ yrði styrkt. „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík Fréttir Innlent Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík
Fréttir Innlent Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira