Von á tilboði Actacvis í Ratiopharm í dag 8. mars 2010 08:22 Von er á tilboði Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í dag að því er segir í frétt á Reuters um málið. Actavis keppir um kaupin á Ratiopharm við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Forráðamenn Pfizer áttu fund með stjórn Ratiopharm fyrir helgina til að gera hosur sínar grænar fyrir stjórninni og kynna tilboð sitt í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á rúma 3 milljarða evra.Í bréfi sem stjórn Ratiopharm sendi starfsfólki sínu eftir fundinn með Pfizer segir m.a. að bandaríski lyfjarisinn ætli að auka vöxt og viðgang Ratiopharm á næstu árum og gera fyrirtækið leiðandi á sviði samheitalyfja.Eins og áður hefur komið fram styður Deutsche Bank við bakið á Actavis í kaupunum á Ratiopharm. Bankinn er aðallánadrottinn Actavis sem skuldar honum nokkuð yfir 4 milljarða evra. Samkvæmt Reuters er það ætlun Deutsche Bank að sameina Actavis og Ratiopharm og setja hið sameinða félaga síðan í söluferli.Nokkrar vangaveltur eru um hvað verður af eignarhaldi Björgólfs Thors Björgólfssonar fari svo að áætlanir Deutsche Bank nái fram að ganga. Reuters segir að óljóst sé á þessari stundu hvort eignarhlutur Björgólfs Thors verðir „þynntur út" ef Actavis nær að kaupa Ratiopharm. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Von er á tilboði Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í dag að því er segir í frétt á Reuters um málið. Actavis keppir um kaupin á Ratiopharm við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Forráðamenn Pfizer áttu fund með stjórn Ratiopharm fyrir helgina til að gera hosur sínar grænar fyrir stjórninni og kynna tilboð sitt í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á rúma 3 milljarða evra.Í bréfi sem stjórn Ratiopharm sendi starfsfólki sínu eftir fundinn með Pfizer segir m.a. að bandaríski lyfjarisinn ætli að auka vöxt og viðgang Ratiopharm á næstu árum og gera fyrirtækið leiðandi á sviði samheitalyfja.Eins og áður hefur komið fram styður Deutsche Bank við bakið á Actavis í kaupunum á Ratiopharm. Bankinn er aðallánadrottinn Actavis sem skuldar honum nokkuð yfir 4 milljarða evra. Samkvæmt Reuters er það ætlun Deutsche Bank að sameina Actavis og Ratiopharm og setja hið sameinða félaga síðan í söluferli.Nokkrar vangaveltur eru um hvað verður af eignarhaldi Björgólfs Thors Björgólfssonar fari svo að áætlanir Deutsche Bank nái fram að ganga. Reuters segir að óljóst sé á þessari stundu hvort eignarhlutur Björgólfs Thors verðir „þynntur út" ef Actavis nær að kaupa Ratiopharm.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira