Sport

Helga Margrét í lyfjapróf um leið og hún lendir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir kemur til landsins í dag eftir að hafa staðið sig frábærlega í fimmtarþrautarkeppni sænska meistaramótsins í gær. Helga Margrét stórbætti Íslandsmetið í fimmtarþraut og varð í öðru sæti á mótinu á eftir Jessicu Samuelsson.

Helga Margrét fékk 4205 stig fyrir greinarnar fimm og bætti sitt eigið met frá 2008 um 187 stig. Íslandsmetið fæst þó ekki staðfest fyrr en að Helga hefur farið í lyfjapróf og fer hún því í slíkt strax við komuna til landsins í dag.

Ármenningar munu síðan halda smá móttöku fyrir Helgu Margréti niðri í frjálsíþróttahöll en hún og Stefán Jóhannsson, þjálfari hennar fóru út á mótið á vegum Ármanns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×