Lífið

Bandarískar lesbíur gifta sig í Reykjavík í ágúst

Edie og Jen segja að röð tilviljana hafi gert það að verkum að þær ákváðu að láta verða að gifta sig á Íslandi.
Edie og Jen segja að röð tilviljana hafi gert það að verkum að þær ákváðu að láta verða að gifta sig á Íslandi.
„Það var röð tilviljana sem gerði það að verkum að þetta er að fara að gerast. Við vonuðumst til að geta gift okkur hér í New York, en í desember var tillaga um að leyfa giftingu samkynhneigðra felld sem var mjög leiðinlegt,“ segir hin bandaríska Edie Hoffmann.

Hoffmann og unnusta hennar, Jen Stewart, hafa verið saman í fimm ár og búa í New York. Hoffmann er listakona en Jen lögfræðingur. Alþingi samþykkti í júní ný hjúskaparlög sem gilda eins fyrir alla; sam- og gagnkynhneigða. Hoffmann og Stewart ákvaðu því að koma til landsins gifta sig á Hinsegin Dögum í Reykjavík fyrstu helgina í ágúst.

„Þegar við kynntum okkur landið áttuðum við okkur á því að Hinsegin Dagar í Reykjavík væru á sama tíma og við vorum í fríi. Þegar við héldum áfram að kynna okkur landið voru lög um giftingu samkynhneigðra staðfest. Þetta var hætt að líta út eins og tilviljun og við ákváðum því að láta verða af þessu,“ segir Hoffmann.

Ísland kom strax til greina sem áfangastaður þegar parið skipulagði sumarfríið sitt. Stewart hafði alltaf haft áhuga á að koma til landsins og Hoffmann finnst gaman að ferðast og var því til að skoða það nánar. Eftir að hafa kynnt sér landið fannst þeim það fallegt, töfrandi og með endalausa möguleika til að gera þá hluti sem þær hafa áhuga á. Þar má nefna fjallgöngur, ljósmyndun og tónlist, en parið heldur mikið upp á Björk og Sigur Rós.

Parið kemur hingað til lands 6. ágúst og fyrst á dagskrá er Bláa Lónið. Seinna sama dag verða þær gefnar saman og hefja líf sitt sem hjón í Reykjavík. Þær ætla svo að keyra um Snæfellsnesið og fá fegurð þess beint í æð áður en þær keyra um suðurlandið í átt að Vík og til baka.

„Það er jákvætt að eyða ferðapeningunum sínum í landi þar sem maður er velkominn og nýju lögin hvöttu okkur til að koma til Íslands,“ bætir Hoffmann við að lokum.

linda@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.