Enski boltinn

Liverpool-unglingarnir Pacheco og Kelly búnir að framlengja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Kelly í leik með Liverpool í vetur.
Martin Kelly í leik með Liverpool í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænski sóknarmaðurinn Daniel Pacheco og enski varnarmaðurinn Martin Kelly eru báðir búnir að skrifa undir nýjan samninga við Liverpool en þeir voru báðir í byrjunarliðinu í jafnteflinu á móti Steaua Búkarest í Evrópudeildinni í gær.

Pacheco er 19 ára gamall og skrifaði undir tveggja ára framlengingu sem þýðir að hann verður á Anfield til júní 2014. Kelly er 20 ára gamall og skrifaði undir þriggja ára framlengingu og nýr samningur hans mun einnig renna út sumarið 2014.

Martin Kelly hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool í vetur með góðri frammistöðu í nokkrum leikjum en hann hefur spilað sem hægri bakvörður hjá Roy Hodgson. Pacheco hefur fengið færri tækifæri en hann sló í gegn með spænska 19 ára landsliðinu á EM síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×