Atvinnan skiptir öllu máli Dagur B. Eggertsson skrifar 29. maí 2010 06:00 Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar