Enski boltinn

Glen Johnson verður frá í einn mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glen Johnson meiddist eftir skriðtæklingu á móti Aston Villa.
Glen Johnson meiddist eftir skriðtæklingu á móti Aston Villa. Mynd/AFP

Enski landsliðsbakvörður Liverpool, Glen Johnson, verður frá keppni í mánuð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í lok sigurleiksins á móti Aston Villa á þriðjudaginn.

Johnson meiddist á liðbandi í hægra hné en hann var nýkominn inn í liðið á ný eftir kálfameiðsli.

„Johnson á við vandamál að stríða og hann mun fara til sérfræðings. Við vitum meira eftir þá skoðun en hann verður frá í minnsta kosti einn mánuð," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×