Hræðsluáróður um ORF Líftækni Eiríkur Sigurðsson skrifar 22. september 2010 06:00 Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum. Umhverfisstofnun veitti ORF Líftækni þriðja leyfið til að rækta erfðabreytt bygg á akri í Gunnarsholti í fyrra einfaldlega vegna þess að það stafar ekki hætta af akuryrkju á erfðabreyttu byggi á Íslandi. Bygg getur ekki æxlast við neinar aðrar plöntur á Íslandi og það er þúsund ára reynsla af því að bygg vex ekki villt hér á landi. Vegið að heiðri vísindamanna Einhverjar umfangsmestu rannsóknir sem farið hafa fram á þessu sviði í heiminum voru gerðar af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands 2005-2007. Niðurstöðurnar sýndu að með þeim aðferðum sem ORF Líftækni notar, m.a. hvað varðar fjarlægð frá öðru byggi, er kerfi fyrirtækisins mjög öruggt. Það er vegið að heiðri vísindamanna með því að halda því fram að það hafi haft áhrif á niðurstöður þeirra að Landbúnaðarháskólinn var lítill hluthafi í fyrirtækinu. Dominique og Sandra gera því skóna að ORF Líftækni brjóti lög því fyrirtækið hafi ekki sótt um svokallað markaðsleyfi. Það rétta er að fyrirtækið hefur ávallt starfað eftir íslenskum lögum og reglum sem gilda um starfsemi þess. Það er mjög skýrt í lögum um erfðabreyttar lífverur að markaðsleyfi á ekki við um starfsemi fyrirtækisins, þar sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins er ekki ætlað til sölu. Það DNA sem notað er í erfðatækni er á engan hátt frábrugðið öðru DNA. Við erum sífellt að borða erfðaefni, það er að finna í öllum lífverum og vörum sem unnar eru úr þeim. Gen okkar breytast ekki við að neyta utanaðkomandi erfðaefnis. Í einu epli eru þúsundir milljarða gena. Samt breytumst við ekki í eplatré við að borða epli. Íslenskar kýr hafa heldur ekki stökkbreyst við að éta fóður úr erfðabreyttu soja sem hefur lengi verið undirstaðan í innfluttu kjarnfóðri. Fjarstæðukenndur málflutningur Náttúran er full af erfðaefni úr hinum ýmsu lífverum og það er fjarstæðukennt að halda því fram að erfðaefni úr plöntum og dýrum mengi grunnvatn og jarðveg. Sömu sögu má segja um fullyrðingar um að neysla dýra á erfðabreyttum afurðum leiði til tjóns á líffærum og að fiskistofnum við Ísland stafi jafnvel hætta af starfsemi ORF Líftækni! Sem dæmi um hversu fjarstæðukenndar slíkar fullyrðingar eru má vitna í vísindagrein sem Sandra fjallar sjálf um í grein sinni (P. Chainark og fleiri 2008. Fisheries Science 74: 380-390). Höfundar greinarinnar notuðu mjög næma aðferð til að greina leifar af DNA úr erfðabreyttu soja í regnbogasilungi sem fékk fóður sem innihélt erfðabreytt soja. Sandra nefnir hins ekki að þegar fiskarnir höfðu fengið óerfðabreytt fóður í fimm daga, var ekki unnt að greina neinar leifar af erfðaefni úr erfðabreyttu soja í þeim. Niðurstaða höfunda er einmitt að erfðaefni úr fóðrinu hafi ekki tekið sér bólfestu í fiskinum, sem er þveröfugt við þá ályktun sem Sandra kýs að draga. Hún gleymir líka að segja frá því að með sömu aðferð fundust merki um erfðaefni úr sojaplöntum í fiskum sem aðeins höfðu fengið fóður með óerfðabreyttu soja. Það heldur því samt vonandi enginn fram í fullri alvöru að dýr sem lifa á plöntum, taki upp gen þeirra og breytist í einhvers konar dýraplöntur. Byggið ekki ætlað til manneldis Það er heldur enginn eðlismunur á próteinum eftir því hvort þau eru mynduð í erfðabreyttum eða óerfðabreyttum lífverum. Þau sérvirku prótein sem ORF Líftækni framleiðir í fræi erfðabreytts byggs er m.a. að finna í öllu kjöti og í mjólk. Í byggfræi hafa þau enga virkni. Erfðabreytt bygg ORF Líftækni er hvorki ætlað til manneldis né fóðurs og þau prótein sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins myndar í fræi, skapa enga hættu í lífríkinu fremur en að fólki stafar hætta af því að neyta fjölbreyttra próteina í nánast allri fæðu. Erfðatæknin er mikilvæg Erfðatæknin býður upp á mikla möguleika, m.a. við að auka matvælaframleiðslu og matvælaöryggi á jörðinni og bjarga mannslífum. Hún er m.a. notuð í nánast öllum læknisfræðilegum rannsóknum og lyfjaþróun í dag og við framleiðslu margs konar matvæla. Erfðatækni er ekki hafin yfir gagnrýni, fremur en önnur tækni. Það er þó eðlilegt að gera þá kröfu að umræður um hagnýtingu hennar fari fram á málefnalegum og vísindalegum forsendum en felist ekki í hræðsluáróðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum. Umhverfisstofnun veitti ORF Líftækni þriðja leyfið til að rækta erfðabreytt bygg á akri í Gunnarsholti í fyrra einfaldlega vegna þess að það stafar ekki hætta af akuryrkju á erfðabreyttu byggi á Íslandi. Bygg getur ekki æxlast við neinar aðrar plöntur á Íslandi og það er þúsund ára reynsla af því að bygg vex ekki villt hér á landi. Vegið að heiðri vísindamanna Einhverjar umfangsmestu rannsóknir sem farið hafa fram á þessu sviði í heiminum voru gerðar af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands 2005-2007. Niðurstöðurnar sýndu að með þeim aðferðum sem ORF Líftækni notar, m.a. hvað varðar fjarlægð frá öðru byggi, er kerfi fyrirtækisins mjög öruggt. Það er vegið að heiðri vísindamanna með því að halda því fram að það hafi haft áhrif á niðurstöður þeirra að Landbúnaðarháskólinn var lítill hluthafi í fyrirtækinu. Dominique og Sandra gera því skóna að ORF Líftækni brjóti lög því fyrirtækið hafi ekki sótt um svokallað markaðsleyfi. Það rétta er að fyrirtækið hefur ávallt starfað eftir íslenskum lögum og reglum sem gilda um starfsemi þess. Það er mjög skýrt í lögum um erfðabreyttar lífverur að markaðsleyfi á ekki við um starfsemi fyrirtækisins, þar sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins er ekki ætlað til sölu. Það DNA sem notað er í erfðatækni er á engan hátt frábrugðið öðru DNA. Við erum sífellt að borða erfðaefni, það er að finna í öllum lífverum og vörum sem unnar eru úr þeim. Gen okkar breytast ekki við að neyta utanaðkomandi erfðaefnis. Í einu epli eru þúsundir milljarða gena. Samt breytumst við ekki í eplatré við að borða epli. Íslenskar kýr hafa heldur ekki stökkbreyst við að éta fóður úr erfðabreyttu soja sem hefur lengi verið undirstaðan í innfluttu kjarnfóðri. Fjarstæðukenndur málflutningur Náttúran er full af erfðaefni úr hinum ýmsu lífverum og það er fjarstæðukennt að halda því fram að erfðaefni úr plöntum og dýrum mengi grunnvatn og jarðveg. Sömu sögu má segja um fullyrðingar um að neysla dýra á erfðabreyttum afurðum leiði til tjóns á líffærum og að fiskistofnum við Ísland stafi jafnvel hætta af starfsemi ORF Líftækni! Sem dæmi um hversu fjarstæðukenndar slíkar fullyrðingar eru má vitna í vísindagrein sem Sandra fjallar sjálf um í grein sinni (P. Chainark og fleiri 2008. Fisheries Science 74: 380-390). Höfundar greinarinnar notuðu mjög næma aðferð til að greina leifar af DNA úr erfðabreyttu soja í regnbogasilungi sem fékk fóður sem innihélt erfðabreytt soja. Sandra nefnir hins ekki að þegar fiskarnir höfðu fengið óerfðabreytt fóður í fimm daga, var ekki unnt að greina neinar leifar af erfðaefni úr erfðabreyttu soja í þeim. Niðurstaða höfunda er einmitt að erfðaefni úr fóðrinu hafi ekki tekið sér bólfestu í fiskinum, sem er þveröfugt við þá ályktun sem Sandra kýs að draga. Hún gleymir líka að segja frá því að með sömu aðferð fundust merki um erfðaefni úr sojaplöntum í fiskum sem aðeins höfðu fengið fóður með óerfðabreyttu soja. Það heldur því samt vonandi enginn fram í fullri alvöru að dýr sem lifa á plöntum, taki upp gen þeirra og breytist í einhvers konar dýraplöntur. Byggið ekki ætlað til manneldis Það er heldur enginn eðlismunur á próteinum eftir því hvort þau eru mynduð í erfðabreyttum eða óerfðabreyttum lífverum. Þau sérvirku prótein sem ORF Líftækni framleiðir í fræi erfðabreytts byggs er m.a. að finna í öllu kjöti og í mjólk. Í byggfræi hafa þau enga virkni. Erfðabreytt bygg ORF Líftækni er hvorki ætlað til manneldis né fóðurs og þau prótein sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins myndar í fræi, skapa enga hættu í lífríkinu fremur en að fólki stafar hætta af því að neyta fjölbreyttra próteina í nánast allri fæðu. Erfðatæknin er mikilvæg Erfðatæknin býður upp á mikla möguleika, m.a. við að auka matvælaframleiðslu og matvælaöryggi á jörðinni og bjarga mannslífum. Hún er m.a. notuð í nánast öllum læknisfræðilegum rannsóknum og lyfjaþróun í dag og við framleiðslu margs konar matvæla. Erfðatækni er ekki hafin yfir gagnrýni, fremur en önnur tækni. Það er þó eðlilegt að gera þá kröfu að umræður um hagnýtingu hennar fari fram á málefnalegum og vísindalegum forsendum en felist ekki í hræðsluáróðri.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun