Innlent

Fyrsta innanlandsflugið farið á sjötta tímanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert var ráð fyrir að flogið yrði til Akureyrar á sjötta tímanum.
Gert var ráð fyrir að flogið yrði til Akureyrar á sjötta tímanum.
Gert er ráð fyrir að fyrsta flugvél á vegum Flugfélags Íslands fari í loftið á sjötta tímanum í dag, en innanlandsflug hefur annars legið niðri í allan dag. Frá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að farnar yrðu fjórar ferðir til Akureyrar seinni partinn og í kvöld. Að öðru leyti yrði ekki flogið.

Þá fengust þær upplýsingar frá Flugstoðum í dag að millilandaflug sé komið í eðlilegt horf. Hins vegar er töluverð seinkunn á millilandaflugi. Hættusvæðið hefur minnkað mjög mikið og er það mat byggt á grundvelli öskudreifingarspár. Ljóst er að gríðarleg röskun hefur orðið á millilandaflugi í dag vegna gossins.

Vegna seinkana er fólk hvatt til þess að kynna sér flugáætlun, til dæmis á textavarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×