Sökuð um ólöglega hundaræktun á Akranesi Valur Grettisson skrifar 22. september 2010 15:59 Margrét Tómasdóttir með verðlaunahund. „Hann er algjörlega geðveikur þessi hundaeftirlitsmaður. Hann leggur mann í einelti," segir Margrét Tómasdóttir, formaður hundaræktunarfélagsins Íshunda, en hún gerði athugasemdir við störf hundaeftirlitsmanns á Akranesi á dögunum. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmdaráðs bæjarins en þar er Margrét sökuð um að hafa ekki tilskilin leyfi fyrir hundaræktuninni samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Framkvæmdaráð vitnar í lögregluskýrslur um málið og óskar svo eftir því við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um að gripið verði tafarlaust til viðeigandi aðgerða vegna meints brots á reglum um hundaræktun. „Það þarf ekki leyfi fyrr en maður er kominn með sex tíkur," segir Margrét sem fullyrðir að hún hafi leyfi til þess að stunda þá hundaræktun sem hún stundi. Hún eigi fjórar tíkur, ein þeirra sé þó í umsjón vinar hennar en stefnt er á að hann fái forræði yfir henni. Margrét segir enga stofnun né lögreglu hafa haft afskipti af sér vegna hundaræktunarinnar utan hundaeftirlitsmanninn sem hún vill meina að sæki óeðlilega fast að henni. Hún sakar hann um að liggja á gluggum heima hjá sér og reyni að hlera það sem gerist inn í húsinu. Margrét segir í viðtali við Vísi að hún hafi áður þurft að kvarta undan hundaeftirlitsmanninum, þá hafi ástandið stórbatnað. Aðspurð hversvegna framkvæmdaráð bregðist svona hart við svarar Margrét: „Ég hef ekki hugmynd um það." Margrét segist ekki alls óvön því sem hún vill kalla ofsóknir en foreldrar hennar reka hundaræktun á Dalsmynni. Sú hundaræktun varð gríðarlega umdeild á sínum tíma. Húsfreyjunni á Dalsmynni, Ástu Sigurðardóttur, fannst svo illa að sér vegið að hún höfðaði meiðyrðamál á hendur nafngreindum aðilum á heimasíðunni Hundaspjall.is. Hún sigraði í héraðsdómi en fjögur ummæli af sjö voru dæmd ómerk. Það er umhverfisstofnun sem fer með eftirlit með hundaræktun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gat ekki tjáð sig um fundargerðina að sinni. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Hann er algjörlega geðveikur þessi hundaeftirlitsmaður. Hann leggur mann í einelti," segir Margrét Tómasdóttir, formaður hundaræktunarfélagsins Íshunda, en hún gerði athugasemdir við störf hundaeftirlitsmanns á Akranesi á dögunum. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmdaráðs bæjarins en þar er Margrét sökuð um að hafa ekki tilskilin leyfi fyrir hundaræktuninni samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Framkvæmdaráð vitnar í lögregluskýrslur um málið og óskar svo eftir því við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um að gripið verði tafarlaust til viðeigandi aðgerða vegna meints brots á reglum um hundaræktun. „Það þarf ekki leyfi fyrr en maður er kominn með sex tíkur," segir Margrét sem fullyrðir að hún hafi leyfi til þess að stunda þá hundaræktun sem hún stundi. Hún eigi fjórar tíkur, ein þeirra sé þó í umsjón vinar hennar en stefnt er á að hann fái forræði yfir henni. Margrét segir enga stofnun né lögreglu hafa haft afskipti af sér vegna hundaræktunarinnar utan hundaeftirlitsmanninn sem hún vill meina að sæki óeðlilega fast að henni. Hún sakar hann um að liggja á gluggum heima hjá sér og reyni að hlera það sem gerist inn í húsinu. Margrét segir í viðtali við Vísi að hún hafi áður þurft að kvarta undan hundaeftirlitsmanninum, þá hafi ástandið stórbatnað. Aðspurð hversvegna framkvæmdaráð bregðist svona hart við svarar Margrét: „Ég hef ekki hugmynd um það." Margrét segist ekki alls óvön því sem hún vill kalla ofsóknir en foreldrar hennar reka hundaræktun á Dalsmynni. Sú hundaræktun varð gríðarlega umdeild á sínum tíma. Húsfreyjunni á Dalsmynni, Ástu Sigurðardóttur, fannst svo illa að sér vegið að hún höfðaði meiðyrðamál á hendur nafngreindum aðilum á heimasíðunni Hundaspjall.is. Hún sigraði í héraðsdómi en fjögur ummæli af sjö voru dæmd ómerk. Það er umhverfisstofnun sem fer með eftirlit með hundaræktun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gat ekki tjáð sig um fundargerðina að sinni.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira