Enski boltinn

Belletti fer líka frá Chelsea í sumar

Eiríkur stefán Ásgeirsson skrifar
Juliano Belletti.
Juliano Belletti. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur tilkynnt að Brasilíumanninnum Juliano Belletti verði ekki boðinn nýr samningur við félagið og fari því í sumar.

Samningur Belletti rennur út í lok mánaðarins en hann er 33 ára gamall og kom frá Barcelona árið 2007. Fyrr í dag tilkynnti félagið að þeim Joe Cole og Michael Ballack fengu heldur ekki nýjan samning.

Belletti kom við sögu í 54 deildarleikjum með Chelsea og skoraði í þeim fimm mörk. Á síðasta tímabili var hann í byrjunarliði Chelsea í einungis þrettán leikjum í öllum keppnum en félagið varð bæði enskur meistari sem og bikarmeistari.

Hann varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002 en er ekki í landsliðinu sem keppir á HM í Suður-Afríku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×