Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Frá leik Porto og Arsenal í kvöld. Nordic photos/AFP Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira