Sveitarfélögin taka yfir málefni fatlaðra 21. desember 2010 02:30 Á leið í strætó Umfangsmiklar breytingar verða á starfsemi sveitarfélaga með flutningi málefna fatlaðra til þeirra. fréttablaðið/vilhelm Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. Flutningurinn hefur verið lengi í bígerð en lagasetningin var lokahnykkur vinnu sem hófst í febrúar 2007 að frumkvæði sveitarfélaganna. Undirbúning málsins má rekja aftur til 1996 þegar þingið ákvað að stefna bæri að yfirfærslunni. Fjórum árum síðar sigldi verkefnið í strand og lá óhreyft í sjö ár. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins um flutninginn varðar hann um 2.500 einstaklinga sem fá þjónustu vegna fötlun sinnar. Að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er þó um fleiri að tefla því ekki hafi allir fatlaðir notið þjónustu á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Vegna flutningsins færast um 1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000 stöðugildum frá ríkinu til sveitarfélaga. Við þessa ákvörðun hefur skipting tekna milli ríkisins og sveitarfélaganna verið endurskoðuð. Færast rúmlega tíu milljarðar króna af skatttekjum til sveitarfélaga. Þjónustuþættir sem sveitarfélögin taka yfir eru sambýli, áfangastaðir, liðveisla, hæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. Áfram hjá ríkinu verða náms- og starfsendurhæfing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múlalundur, Blindravinnustofan og vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. Flutningurinn hefur verið lengi í bígerð en lagasetningin var lokahnykkur vinnu sem hófst í febrúar 2007 að frumkvæði sveitarfélaganna. Undirbúning málsins má rekja aftur til 1996 þegar þingið ákvað að stefna bæri að yfirfærslunni. Fjórum árum síðar sigldi verkefnið í strand og lá óhreyft í sjö ár. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins um flutninginn varðar hann um 2.500 einstaklinga sem fá þjónustu vegna fötlun sinnar. Að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er þó um fleiri að tefla því ekki hafi allir fatlaðir notið þjónustu á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Vegna flutningsins færast um 1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000 stöðugildum frá ríkinu til sveitarfélaga. Við þessa ákvörðun hefur skipting tekna milli ríkisins og sveitarfélaganna verið endurskoðuð. Færast rúmlega tíu milljarðar króna af skatttekjum til sveitarfélaga. Þjónustuþættir sem sveitarfélögin taka yfir eru sambýli, áfangastaðir, liðveisla, hæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. Áfram hjá ríkinu verða náms- og starfsendurhæfing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múlalundur, Blindravinnustofan og vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira