Viðskipti erlent

Enn finnast verulegar olíulindir í Norðursjó

Olíufélagið Lundin Petroleum hefur tilkynnt um nýjan olíufund í Norðursjó. Um verulegt magn af olíu er að ræða en olían fannst í norskum hluta Norðursjávar á svæði sem kallast Greater Luno.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að rétturinn til vinnslu á svæðinu skiptist á milli Lundin sem á 40%, Statoil sem á 40% og Mærsk Oil sem á 20%.

Magnið sem fannst nemur 15 milljónum rúmmetra en talið er að hægt sé að vinna allt að 60 milljónir rúmmetra af olíu á því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×