Viðskipti innlent

Mesti samdráttur síðan 1945

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,8% í fyrra samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2009, sem er um 0,3 prósentustigum meira en gert var ráð fyrir í áætlun frá því í mars síðastliðnum.

Þessi samdráttur varð eftir samfelldan hagvöxt frá og með árinu 1993 og er samdrátturinn sá mesti sem mælst hefur frá því að gerð þjóðhagsreikninga hófst á Íslandi árið 1945. Hagvöxtur á árinu 2008 er talinn hafa numið 1%.

Samdráttur landsframleiðslu á liðnu ári kemur fram í miklum samdrætti þjóðarútgjalda, 20,9%. Samdráttur varð í öllum þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst saman um 16%, samneysla um 1,7% og fjárfesting um 50,9%. Aftur á móti jókst útflutningur um 7,4% á sama tíma og innflutningur dróst saman um 24,1%. Þessi þróun olli því að verulegur afgangur varð af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2009, 132 milljarðar króna, borið saman við 42 milljarða króna halla árið áður. Þessi mikli bati varð til þess að samdráttur landsframleiðslu varð mun minni en nam samdrætti þjóðarútgjalda.


Tengdar fréttir

Samdráttur um 3,1%

Landsframleiðsla dróst saman um 3,1% að raungildi frá 1. ársfjórðungi til 2. ársfjórðungs, að því er bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×