Viðskipti innlent

Eyjamenn vísa ásökunum um fjárhagsvandræði á bug

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, að setja Vestmannaeyjar í hóp sveitarfélaga í alvarlegum fjárhagsvanda, og hefur óskað eftir fundi með nefndinni til að leiðrétta það.

Elliði bendir á að að rekstur Vestmannaeyjabæjar hafi verið jákvæður þrjú ár í röð, þar af um 330 milljónir í fyrra. Bærinn hafi ekki tekið nein ný lán hjá lánastofnunum í fimm ár, greitt niður skuldir um tvo og hálfan milljarð á tveimur árum og verði skuldlaus við lánastofnanir eftir sjö ár.

Bærinn hafi því ekki við neinn fjárhagsvanda að stríða og þurfi ekki að grípa til neinna aðgerða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×