Er RÚV dottið úr sambandi? 3. september 2010 06:00 Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar