Þetta átti aldrei að vera auðvelt Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 12. október 2010 06:00 Fyrir forvitni sakir eyddi ég dágóðum tíma í það í gær að lesa tveggja ára gömul dagblöð. Mig langaði að rifja upp hvernig umræðan og ástandið hefði raunverulega verið mánuðinn sem allt fór endanlega í klessu. Auðvitað fór um mig smá hrollur þegar ég las fyrirsagnir eins og „Raunveruleg hætta á vöruskorti í búðum", „Ríkið hefur tekið við stjórn allra bankanna" og „Skammta gjaldeyri fyrir nauðsynjum". En að einhverju leyti óskaði ég þess að umræðan væri í dag eins og hún var þá. Þarna voru nefnilega líka fyrirsagnir eins og „Bjartsýni er eini kosturinn" og „Við verðum að treysta hvert öðru". Á þessum tíma var mikið talað um að íslenskt þjóðfélag myndi læra af kreppunni, gildin myndu breytast og við færum að hlúa að því sem raunverulega skipti máli. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum kepptust eiginlega við að stappa stálinu í hrædda þjóðina. Næstu árin yrðu erfið, en þjóðin átti að standa saman, gefast ekki upp, missa ekki kjarkinn, sýna stillingu og yfirvegun, láta ekki hugfallast, og svo framvegis. Við áttum að komast í gegnum þetta í sameiningu, um það virtust þeir allir sammála. Eins og Geir orðaði það: „með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur." Fyrir utan blessun guðs og allra góðra vætta náttúrlega. Tveimur árum seinna er einhvern veginn allt annað hljóð í strokknum alls staðar. Það er hver höndin uppi á móti annarri alls staðar, ekki bara á Alþingi. Samstaðan er engin og það fer eitthvað lítið fyrir bjartsýninni. Í dagblaðaskoðuninni rak ég augun í grein þar sem Steingrímur J. hvatti til þess að forystumenn stjórnmálaflokka, fjármálalífs, verkalýðs og Samtaka atvinnurekenda yrðu boðaðir til fundar. Á fundinum yrði setið þar til samkomulag næðist um hvernig unnið yrði úr erfiðleikunum. Hvernig væri að þetta yrði gert í dag? Allir inn og hurðinni læst. Það sem hægt er að gera verði gert. Stundum finnst mér eins og margir hafi bara hreinlega gleymt því sem hér átti sér stað. Við megum ekki gleyma því að það er takmarkað mikið sem hægt er að gera. Eða bjóst einhver virkilega við því þá að allt yrði orðið gott í lok árs 2010? Vissum við ekki öll að árin eftir hrunið yrðu frekar ömurleg og erfið á margan hátt þrátt fyrir allt peppið? Það sagði nefnilega aldrei neinn að þetta yrði auðvelt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Fyrir forvitni sakir eyddi ég dágóðum tíma í það í gær að lesa tveggja ára gömul dagblöð. Mig langaði að rifja upp hvernig umræðan og ástandið hefði raunverulega verið mánuðinn sem allt fór endanlega í klessu. Auðvitað fór um mig smá hrollur þegar ég las fyrirsagnir eins og „Raunveruleg hætta á vöruskorti í búðum", „Ríkið hefur tekið við stjórn allra bankanna" og „Skammta gjaldeyri fyrir nauðsynjum". En að einhverju leyti óskaði ég þess að umræðan væri í dag eins og hún var þá. Þarna voru nefnilega líka fyrirsagnir eins og „Bjartsýni er eini kosturinn" og „Við verðum að treysta hvert öðru". Á þessum tíma var mikið talað um að íslenskt þjóðfélag myndi læra af kreppunni, gildin myndu breytast og við færum að hlúa að því sem raunverulega skipti máli. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum kepptust eiginlega við að stappa stálinu í hrædda þjóðina. Næstu árin yrðu erfið, en þjóðin átti að standa saman, gefast ekki upp, missa ekki kjarkinn, sýna stillingu og yfirvegun, láta ekki hugfallast, og svo framvegis. Við áttum að komast í gegnum þetta í sameiningu, um það virtust þeir allir sammála. Eins og Geir orðaði það: „með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur." Fyrir utan blessun guðs og allra góðra vætta náttúrlega. Tveimur árum seinna er einhvern veginn allt annað hljóð í strokknum alls staðar. Það er hver höndin uppi á móti annarri alls staðar, ekki bara á Alþingi. Samstaðan er engin og það fer eitthvað lítið fyrir bjartsýninni. Í dagblaðaskoðuninni rak ég augun í grein þar sem Steingrímur J. hvatti til þess að forystumenn stjórnmálaflokka, fjármálalífs, verkalýðs og Samtaka atvinnurekenda yrðu boðaðir til fundar. Á fundinum yrði setið þar til samkomulag næðist um hvernig unnið yrði úr erfiðleikunum. Hvernig væri að þetta yrði gert í dag? Allir inn og hurðinni læst. Það sem hægt er að gera verði gert. Stundum finnst mér eins og margir hafi bara hreinlega gleymt því sem hér átti sér stað. Við megum ekki gleyma því að það er takmarkað mikið sem hægt er að gera. Eða bjóst einhver virkilega við því þá að allt yrði orðið gott í lok árs 2010? Vissum við ekki öll að árin eftir hrunið yrðu frekar ömurleg og erfið á margan hátt þrátt fyrir allt peppið? Það sagði nefnilega aldrei neinn að þetta yrði auðvelt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun